Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 367
BÚNAÐARRIT
365
og er hvorki reiknað með þeim við útreikning á af-
urðum eftir á né frjósemi.
Þungi ánna.
Meðalþungi ánna haustið 1955 var 56.9 kg eða 0.6
kg minni en árið áður. Mun það orsakast af því, hve
ær voru rýrar á Suður- og Suðvesturlandi haustið
1955 eftir óþurrkasumarið mikla. Þyngstar voru ærnar
í Sf. Þistli í N.-Þingeyjarsýslu, 67.5 kg, næst þyngstar
í Sf. Neista í Öxnadal, þingeyski stofninn, 66.3 kg,
og þar næst í Sf. Fellshrepps í Strandasýslu, 65.3 kg.
Léttastar voru ærnar í Sf. Álftavershrepps, V.-Skaft.,
47.7 kg, og næst léttastar í Sf. Borgarhafnarhrepps,
A.-Skaft., 48.0 kg.
Þær 22585 ær, sem vegnar voru bæði að hausti og
vori, þyngdust til jafnaðar 2.3 kg yfir veturinn eða
0.8 kg minna en veturinn áður. Því miður sýna þessar
tölur ekki nákvæmlega þyngingu ánna yfir veturinn
vegna þess, að sums staðar eru ærnar ekki vegnar að
haustinu fyrr en þær eru farnar að leggja af og vor-
vigtun ánna fer ekki alls staðar fram samtímis. Sums
staðar eru félagsærnar vegnar snemma í apríl, en
annars staðar ekki fyrr en rétt áður en sauðburður
byrjar. Til þess að byggja megi á þessum tölum, þarf
að vega allar félagsær að haustinu í október, helzt
fyrir veturnætur, og að vorinu síðustu dagana í apríl
eða í byrjun maí. í 33 félögum léttust ærnar yí'ir vet-
urinn, í 73 þyngdust þær, en í 7 félögum voru ærnar
ekki vegnar að haustinu. I 21 félagi þyngdust ærnar
5 kg eða meira yfir veturinn og í 16 þeirra meira en
6 kg. Mest þyngdust ærnar í Sf. Víkingi á Dalvík,
10.7 kg, og í Sf. Árskógshrepps, 10.1 kg. Óþarfi er að
ala ær svo mikið, að þær þyngist yfir veturinn um
allt að 10 kg eða meira til jafnaðar. Slíkt svarar að
öllum líkindum eklci kostnaði og væri betra að ala