Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 382
380
BÚNAÐARRIT
á skýrslu, sem skiluðu 33.32 kg af dilkakjöti. Þessar
ær voru allar tvílembdar, nema ein, sem var þrí-
lemhd, og sltiluðu þær 25 lömbum að hausti. Síðastur
á skránni, töflu 3, er Karl Aðalsteinsson, Smáhömr-
um, sem framleiddi 30.06 kg af dilkakjöti að meðal-
tali eftir hverja félagsá sína. Þetta er jafnvel at-
hyglisverðasta afrekið í fjárræktarfélögunum þetta
ár, því að hann hefur svo margar ær á skýrslu, alls
75. Þær skiluðu ekki nema 120 lömbum alls, 3 voru
lamhlausar, 25 slciluðu einu lambi, 46 tveimur og 1
þremur lömhum. Þurftu því bæði tvílemhingar og ein-
lemhingar að vera mjög vænir til þess að fá meira
en 30 kg af dilkakjöti eftir á til jafnaðar. Hver tví-
lemha skilaði 36.7 kg og hver einlemba 21.2 kg af
dilkakjöti að meðaltali.
Nokkra aðgæzlu j)arf til þess að draga réttar álykt-
anir um eðliseiginleika fjárstofnanna af niðurstöðum
fjárræktarfélagsskýrslnanna, vegna þess hve margir
þættir hafa áhrif á niðurstöðurnar. Frumskilyrði til
þess að geta fengið miklar afurðir af sauðfé, er mjólk-
urlagni og frjósemi stofnsins samfara góðri fóðrun
og góðu vor- og sumarlandi. Gott holdafar og vaxtar-
lag auðveldar einnig að ná miklum afurðum og hefur
úrslitaáhrif á vörugæðin. Sé t. d. litið á niðurstöður
sauðfjárræktarfélaganna í Norður-Þingeyjarsýslu út
af fyrir sig, kemur i ljós, að mestur meðalarður i
dilkakjöti eftir tvílembu, 31.3 kg, og eftir einlembu
18.2 kg er í Sf. Þistli, en Sf. Öxfirðinga kemur næst
með 1.0 kg minna eftir tvílembu og 0.4 kg minna eftir
einlembu. Bendir þetta til, að ærnar í Sf. Þistli séu
jafnbetri mjólkurær en ær í öðrum félögum i sýslunni,
því að ekki eru þær hetur fóðraðar, sjá töflu 1. Hins
vegar fást mun l'ærri lömb eftir hverjar 100 ær í Sf.
Þistli en í hinum félögunum í sýslunni. í Sf. Þistli
koma til nytja að hausti aðeins 128 lömb eftir 100
ær, þar næst í Sf. Keldhverfinga 147 lömb, en flest