Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 385
BÚNAÐARRIT
383
en minni en 16 kg aðeins í Vestur-Skaftafellssýslu.
Greinilegt er á þessu yfirliti, að afurðir ánna eru meiri
í landkostahéruðum en þeim landkostarýrari, þótt
ekki sé það algild regla eins og sumir telja. Fóðrun
og ræktun fjárins til aukinnar frjósemi og meiri
mjólkurlagni og holdsöfnunar er jafnveigameira at-
riði en landkostirnir, þótt alltaf sé auðveldara að fá
fóðrið endurgoldið, þar sem landkostir eru góðir, en
þar sem þeir eru rýrir. í Eyjafjarðarsýslu eru meðal-
afurðir eftir á t. d. meiri en í Þingeyjarsýslum og eru
þó landkostir mun verri í Eyjafirði. Sé litið á töl'lu 3,
sést að meiri hluti þeirra fjáreigenda, sem fengu
meira en 30 kg af dilkakjöti eftir hverja skýrslufærða
á til jafnaðar, búa í landkostasveitum, eins og Bárðar-
dal, Öxarl'irði, Öxnadal, Strandasýslu og Dalasýslu,
en nokkrir þeirra búa við fremur rýra landkosti, eins
og Christian Ziemsen í Stykkishólmi, Óskar Jóhannes-
son í Fagranesi í Langadal, Friðrik Magnússon, Brag-
holti í Arnarneshreppi og Elímar Helgason, Hvammi
í Holtahreppi.
Gæðamat falla.
Eins og sjá má af yfirlitsskýrslunni, töflu 1, voru
engar eða allsendis ónógar upplýsingar gefnar um
gæðamat falla af sláturlömbum í 18 félögum. Alls var
skráð gæðamat á 18174 föllum sláturlamba og flokk-
uðust þau þannig, að 76.4% lentu í I. gæðal'lokki,
19.3% í II. og 4.3% í III. gæðaflokki. Þau flokkuðust
nokkru betur en haustið 1955, sjá Búnaðarritið, 70.
árg., bls. 128. Flokkunin er mjög mismunandi í liin-
um einstöku félögum. í 4 félögum var minna en helm-
ingur sláturlamba í I. gæðaflokki, en í 7 félögum
lentu meira en 95% fallanna í I. flokki. í 11 félögum
lenti meira en 10% af föllum sláturlamba í III. gæða-
flokki, sjá töflu 1.