Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 396
394
BÚNAÐARRIT
sýslum síðustu árin eru kaup á kynbótafé, einkum
hrútum, úr Sauðfjárræktarfélaginu Þislli í Norður-
Þingeyjarsýslu. Nú í haust voru sýndir 90 hrútar
keyptir úr Þistilfirði og 269 synir og sonarsynir
hrúta þaðan, og eiga því 359 hrútar, eða 25.2%
allra sýndra hrúta í Múlasýslum ætt sina að rekja
að nokkru eða öllu leyli í Þistilfjörð. í þessari tölu
eru aðeins þeir hrútar, sem með vissu má rekja
ætt til Þistilfjarðarhrúta í föðurætt, en ættfærsla
sumra hrúta, sem sýndir voru, er vafalaust svo
ónákvæm, að ekki er getið um það í öllum tilfellum,
þótt hrútur sé dóttur- eða sonarsonur hrúts úr Þistil-
firði.
Hrútar af Þistilfjarðarstofni eru sem einstaklingar
til muna jafnbetri en heimaaldir hrútar á Austur-
landi, þótt beztu einstaklingar, heimaaldir, standi lítt
eða ekki að baki beztu einstaklingunum úr Þistilfirði.
Af þeim 90 hrútum, sem keyptir cru beint úr Sf.
Þistli, hlutu 69 I. verðlaun eða 76.7%, 15 hlutu II.
verðlaun, 5 lilutu III. verðiaun og einn var dærndur
ónothæfur.
Af þeint 269 hrútum, sent eru synir eða sonarsynir
hrúta úr Sf. Þistli, hlutu 150 I. verðlaun eða 55.8%. Önn-
ur verðlaun hlutu 83 hrútar, III. verðlaun 25 og engin
verðlaun 11 hrútar. Það kom greinilega í ljós, að þeir
hrútar úr Þistilfirði, sem ekki náðu I. verðlaunum,
voru yfirleitt í háfættara lagi og of grófbyggðir. Aust-
firðingar þurfa mjög að gæta þess við hrútaval heirna-
fyrir og ekki síður, þegar þeir kaupa hrúta úr öðrurn
héruðum, að forðast háfætta einstaklinga og holdrýra
í lærum. Bezta féð á Austurlandi og i Þistilfirði hefur
í senn frábært holdafar og ágætan vöxt. Sást það bezt
á kjötsýningunni að Egilsstöðum. Bezt gerðu föllin
þar jöfnuðust fyllilega á við jafnþung dilkaföll af
þaulræktuðum, erlendum holdakynjum.
Viðl'angsefni Austfirðinga í sauðfjárrækt er því í