Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 408
406
BÚNAÐARRIT
íiiikið með íiuknu þvermáli. Sýnir þetta, að ullin verður
því misjafnari því grófari sem hún er. Enn fremur
eykst magnið af merghárum geysilega með aulcnu
þvermáli og magnið af rauðgulum hárum þó hlut-
fallslega enn rneir. Þetta þrennt er nátengt hvað öðru,
þar eð merghárin og rauðgulu hárin eru til muna
grófari en önnur hár í reyfinu, og um leið og þess-
um hárum fjölgar, verður ullin ójafnari og frávikið
þannig hærra. Þvermál merghára og rauðgulra hára
vcx ekki að sama skapi og fjöldi þeirra. Bendir þetta
til þess, að þessi hár séu alltaf mjög gróf, hvort sem
mikið eða lítið er af þeim í reyfinu.
Á því, sem að framan er sagt, er augljóst, að flestir
kostir ullarinnar eru tengdir hver öðrum og þá um
leið gallarnir. Gerir þetta kynbætur með tilliti til
ullar þvi tiltölulega mjög auðveldar.
Af meðaltölum floklcanna í töflu 1 og með hliðsjón
af töflu 2 virðist mega draga þá ályktun, að séu þeir
hrútar valdir til kynbóta, sem hafa fínustu ullina,
verði ullin um leið jafnari, þ. e. minni munur á gild-
asta og fínasta hárinu i sýnishorninu, auk þess sem
hún verði sterkari og áferðarfallegri vegna þess að
magnið af merghárum minnkar. Auk þess verður
ullin og gærurnar blæfallegri, vegna þess að rauð-
gulu hárunum fækkar til stórra muna.
Mörgum mun verða á að spyrja, hvaða áhrif það
hefði á aðra eiginleika ullarinnar, að rauðgulu hár-
unum væri útrýmt. Hefur hrútunum i töflu 1 þvi verið
skipt í tvo hópa, og eru í fyrri hópnum þeir 28 hrútar,
sem engin rauðgul hár hafa fundizt á, en í hinum
hópnum þeir 64 hrútar, sem eru gulir á ull að rneira
eða minna leyti.
Eins og taflan ber með sér, er sá munur á þessum
hópum, að alhvítu lirútarnir liafa aðeins styttra þel
og tog, ögn fínni ull og minna frávik. Merghárin í
ull hvítu hrútanna eru hins vegar aðeins fleiri og