Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 413
BUNAÐARRIT
411
urinn er góður, en hinn lélegur og annar veturgamli
hrúturinn góður, en hinn slakur.
Þór 3 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Grýtubakkahreppur.
Einn hrútur og ein ær voru sýnd með afkvæmum,
sjá töflur 2 og 3.
Tafla 2. Afkvæmi Guls 5 í Fagrabæ.
1 2 3 4 5 6
Faðarinn: Gulur 5, G. v. ... 106.0 113.0 82 36 25.0 137
Synir: 3 hrútar, 2—4 v. ... 96.3 110.7 oc i—» 34 25.0 135
2 hrútl., einl. og tvíl. 49.5 83.0 80 32 19.5 122
Dætur: 8 ær, 2—4 v., 1 tvil. 69.0 99.0 75 34 21.4 131
3 ær, 1 v., geldar .. 66.0 99.0 75 32 22.7 131
8 gimbrarl., 7 tvíl. . 37.0 79.0 - - 18.4 120
Gulur 5, eigandi Sæmundur Guðmundsson, Fagra-
hæ, var keyptur lamb frá Reykjarfirði í Reykjar-
fjarðarhreppi. Hann var sýndur með afkvæmum 1955
og hlaut þá II. verðlaun fyrir þau. Hann stóð nú sem
einstaklingur næst efstur af I. verðlauna hrútum í
Grýtubakkahreppi og' hefur tvívegis áður hlotið I.
verðlaun, enda ágætlega gerður hrútur, en samt full-
háfættur. Afkvæmin eru flest kollótt eíns og faðirinn,
en nokkur hyrnd, ígul á haus og fótum, en hvít á ull,
þó vottar fyrir gutum hárum aftur á hálsinum á
sumum þeirra. Kynfesta er mikil, nema livað hornin
varðar. Afkvæmin eru þolsleg, t'ríð og mjög þéttholda,
lærahold eru ágæt, bakhold góð, bringan framstæð,
breið, rifjaútlögur ágætar og herðar prýðilegar. Öll
eru afkvæmin í háfættara lagi, en fótstaða þeirra er
góð. Tveir fullorðnir synir Guls hlutu I. verðlaun og
annar þeirra, Hörður, er metfé og stóð fyrir ofan föð-
ur sinn á hrútasýningunni. Lambhrútarnir voru álit-
leg hrútsefni. Dætur Guls hafa reynzt sæmilega frjó-