Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 416
414
BÚNAÐARRIT
kvæmin eru hyrnd, gulflikrótt á haus og fótum, hvít
á ull, en ullin gróf. Fullorðni hrúturinn hlaut III.
verðlaun, en hrútlambið er gott hrútsefni. Ærnar eru
hver annarri betri, nema ein, sem er alsystir fullorðna
hrútsins. Afkvæmin hafa góða bringu og útlögur,
sterkt og holdgott bak og sæmilega holdþétt læri.
Gyðja var tvílembd gemlingur og gekk þá með bæði
lömbin og hefur alltaf verið tvílembd síðan. Hún er
afburða mjóllcurær. Hún hefur árlega skilað að meðal-
tali 87.7 kg í dilkum á fæti.
Gijðja 907 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
L jósavatnshreppur.
Þar var 1 hrútur sýndur með afkvæmum, Tittur
Vagns Sigtryggssonar, Hriflu, sjá töflu 6.
Tafla 6. Afkvæmi Titts 11 í Hriflu.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Tittur 11, 4 v. ... 102.0 113.0 80 35 25.0 125
Synir: Itoði, 2 v 94.0 109.0 83 38 26.0 128
Hriflon, 2 v. Sigluv. 110.0 115.0 85 37 27.0 135
2 hrútar, 1 v 77.5 101.5 79 34 23.0 128
3 hrútlömb, einl. . . 47.0 83.0 70 33 20.3 118
Dætur: 6 ær, 2 og 3 v G0.5 94.8 72 33 21.2 126
5 ær, 1 v., 3 mylkar 54.0 90.8 72 32 21.2 123
9 gimhrarl., 4 tvíl. . 40.9 81.8 66 33 20.0 115
Tittur 11 er heimaalinn í Hril'lu. Ætt: F. Kubbur,
Ff. Svanur, er hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi 1953,
Fm. Bjartleit, M. Birta, Ml'. Svanur, Mm. Geira. Tittur
er því allskyldleikaræktaður undan hálfsystkinunum.
Afkvæmin sýna rnikla kynfestu. Þau eru öll hyrnd,
sviphrein, hafa skarplegt augnbragð og eru þolsleg.
Þau eru öll mjallhvít á ull nema 1 ær gulleit. Ullin
er prýðilega gljáandi og góð, en ekki mikil. Afkvæmin
eru því nær öll hvít í andliti, með dökkar granir og
hvarma og glansandi fríð. Þau eru lágfætt og hafa