Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 418
416
BUNAÐAR KIT
Afkvæmin eru flest kollótt eða hníflótt, en dóttirin
liyrnd. Þau eru sundurleit að útliti og allri gerð. Ein
ærin ágæt, önnur mjög léleg, en tvær meðalkindur.
Hrútarnir hlutu II. verðlaun, en lambhrúturinn er
ekki hrútsefni.
Kijnbót 27 hlaut III. verðlaun fijrir afkvæmi.
B. Fenja 72, eign Huldu Jónsdóttur, Hliðskógum,
er heimaalin. F. Vagn l'rá Furufirði, M. Stórleit frá
Æðey. Fenja er hyrnd, háfætt, mjófætt, skarpleg með
ágæta brjóstkassabyggingu, en hefur holdþunnt hak
og rýr læri. Hún er ágæt mjólkurær og hefur 5 sinn-
um verið tvílembd. Afkvæmin eru allólik móðurinni.
Ærnar eru frjósainar afurðaær og hraustlegar, en
ekki vel gerðar. Sonurinn er ágætur II. verðlauna
hrútur. UIl afkvæmanna er léleg.
Fenja 72 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Aðaldælahreppur.
Sýnd var 1 ær með afkvæmum, sjá töflu 8.
Tafla 8. Afkvæmi I’rýði á Hafralæk.
1 2 3 4 5 6
Móðirin: Prýði, 9 v 59.0 92.0 74 35 19.0 131
Synir: 3 hrútar, 3 og 5 v. . 101.3 111.3 80 34 25.0 131
1 hrútlamb, f. tvíl. . 48.0 83.0 69 31 20.0 125
Dætur: 3 ær, 2—7 v., 1 tvil. 70.0 100.3 73 30 20.3 126
Prýði, eigandi Þórhallur Andrésson, Hafralæk, er
þar fædd. Ætt: F. Austri frá Skógum í öxarfirði, M.
úr Þistilfirði. Afkvæmin eru hyrnd, ígul á haus og
fótum, með alhvita og fremur góða ull. Þau eru jafn-
vaxin og útlögumikil, en hringa nær þó í styttra Iagi
fram. Herðahygging er ágæt, hold á baki, mölum og
í lærum ágæt. Synirnir fullorðnu eru allir góðir I.
verðlauna hrútar. Ærin er ágæt alurðaær.
Prýði hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.