Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 422
420
BÚNAÐARRIT
A. SpaJcur 12, eigandi Guðmundur Kristjánsson,
Núpi, var sýndur 1955 með afkvæmum og hlaut þá
II. verðlaun fyrir þau, sjá um ætt hans og afkvæmi
í 69. árg. Búnaðarritsins, hls. 385 og 386. Afkvæmin
eru hyrnd, sum hvít, ígul á haus og fótum, en mörg
grá, svört og mórauð, enda var móðir Spaks grá. Þau
eru lágfætt, j)élt og þung. Fullorðnu hrútarnir eru
báðir ágætir I. verðlauna einstaklingar, og fleiri prýði-
legir hrútar hafa verið aldir upp undan Spak. Einn
lambhrúturinn er ágætt hrútsefni, annar góður, en
tveir slakir. Ærnar eru liver annarri betri, hafa af-
burða brjóstkassa- og herðabyggingu, lireitt, sterkt og
holdgróið bak og þétta lærvöðva. Þær eru þolslegar,
frjósamar og mjólkurlagnar. Af öllum dætrum Spaks
i Sf. Öxarfjarðarhrepps tvö síðustu ár Iiafa 75% verið
tvílembdar. Spakur hefur verið reyndur nokkuð i
náinni skyldleikarækt án þess að fram kæmu duldir
gallar.
Spakur 12 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Börkur 26, eigandi Halldór Sigvaldason, Gilhaga,
er samfeðra við Spak 12 á Núpi, sonur Flóka 28 í
Holti í Þistilfii'ði og Furu í Gilhaga. Hann hlaut I.
verðlaun sem einstaklingur 1953. Afkvæmi hans eru
hyrnd, ígul á haus og fótum, hafa myndarlegt, fagurt
höfuð, en sum hafa fullgranna fætur. Bringan er vel
framstæð, en ril'jaútlögur tæplega nógu góðar, bakið
breitt, sterkt og holdgróið, malir breiðar og holdgóðar,
en lærin ekki nógu vöðvafyllt. Ullin er sæmileg að
vöxtum og gæðum. Báðir fullorðnu synir Barkar hlutu
I. verðlaun, sá tvævetri stóð efstur af jafnöldum sín-
um, en sá veturgamli er mjög vænn, en í háfættara
lagi og tæplega nógu holdgróinn. Annar lambhrútur-
inn er prýðilegt hrútsefni og liinn sæmilegur. Gimbr-
arlömbin eru öll væn og álitleg ærefni. Ærnar eru
mjög þolslegar, frjósamar og mjóllcurlagnar. Dætur