Búnaðarrit - 01.01.1958, Blaðsíða 432
430
BÚNAÐARRIT
hans í Búnaðarritinu, 65. árg., bls. 163, M. Sóley í
Laxárdal, Mf. Flóki 28 í Holti, Mm. Digragul 549,
Mff. Hnykill 18, Mfm. ær hjá Friðgeiri í Holti, Mmf.
Bjartur á Syðra-Álandi, Mmm. Gylta í Laxárdal. Al'-
kvæmin eru hvít, hyrnd, ígul á haus og fótum og hafa
mikla vel hvíta, en fullgrófa ull. Þau eru þéttvaxin,
jafnvaxin, holdgóð með afbrigðum, hafa góðar útlög-
ur, læri ágætlega holdfyllt og ágæt bakhold. Þau eru
svipfríð, þróttleg, hafa ágæta fótstöðu og bera með sér
mikla kynfestu. Hrútarnir veturgömlu hlutu allir I.
verðlaun og lambhrútarnir eru álitleg hrútsefni. Dæt-
urnar eru enn svo ungar, að ekkert er vitað um af-
urðagetu þeirra. Fífill stóð nærri því að fá I. verðlaun
fyrir afkvæmi og mun hljóta þau síðar, ef dætur hans
reynast góðar afurðaær.
Fífill 69 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
G. Drafnar 67, eigandi Grímur Guðbjörnsson, Syðra-
Álandi, er frá Holti. Ætt: F. Pjakkur 31, sjá um ætt
hans í Búnaðarritinu, 64. árg., bls. 237, M. Dröfn 942,
Mf. Snær 39, Mm. Dökkleit 413, Mff. Svanur 29, sjá
um ætt hans í Búnaðarritinu, 64. árg., bls. 235, Mfm.
Lubba 347, Mmf. Mörður 5, Mmm. Gulleit 219. Af-
kvæmi Drafnars eru hyrnd, mörg ígul á haus og fót-
um, en sum hvít. Þau hafa öll vel hvíta ull, sem er
í meðallagi að magni og gæðum. Afkvæmin eru væn,
en ekki nógu vel gerð. Tveir veturgömlu hrútarnir
hlutu I. verðlaun, en einn önnur verðlaun. Þeir eru
nokkuð grófir um herðar. Lambhrútarnir eru ekki
hrútsefni. Dæturnar hafa fullkrappan brjóstkassa
miðað við stærð og þunga, bringan er fullstuit á sum-
um þeirra. Bakhold eru sæmileg og malahold í góðu
meðallagi, en lærvöðvar í rýrara lagi. Kynfesta er ekki
næg og ærnar enn of ungar til þess að vera reyndar
til afurðagetu.
Drafnar 67 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.