Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 435
BÚNAÐARRIT
433
í hnakka, með fremur litla og fullgrófa ull. Synirnir
eru báðir góðir I. verðlauna hrútar. Ærnar eru vel
gerðar og þróttlegar afurðaær. Gimbrarlambið er met-
fé. Afkvæmin hafa mikla bringu og góðar útlögur
nema tvævetri hrúturinn hefur varla nógu hvelfd rif.
Bakið er breitt og ágætlega boldgróið og lærahold
ágæt. Mugga er mikil mjólkurær. Hún var einu sinni
tvílembd, með hrút og gimbur, sem vógu til samans
92 kg á fæti. 5 einlembingsgimbrar hennar vógu á
fæti 44 kg og 3 einlembingshrútar 47.0 kg til jafnaðar
og var þó einn þeirra sumrungur, fæddur um miðjan
júlí og vó aðeins 33 kg um haustið.
Mugga 800 hlaut I. verðlaun fgrir afkvæmi.
C. Mjöll 915, eigandi Eggert Ólafsson, Laxárdal.
Ætt: Snær 39, sjá ættartölu hans í Búnaðarritinu, 65.
árg„ bls. 164, M. Kolla-stóra 605, Mf. Grettir 8, Mm.
Lokka 362. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, sum ígul á
haus og fótum, fremur grófbyggð, þróttleg, holdgóð,
hafa prýðilega frambyggingu, en fullberholda á tortuna.
Veturgamli hrúturinn hlaut I. verðlaun. Mjöll hefur
tvisvar verið tvílembd og 4 sinnum einlembd. Einlemb-
ingar hennar hafa vegið 45.6 kg, en tvíleinbingar 38.5
kg til jafnaðar.
Mjöll 915 hlaut II. verðlaun fgrir aflcvæmi.
D. Böng 889, eigandi Þórarinn Kristjánsson, Holti.
Ætt: F. Pjakkur 31, sjá ættartölu hans í Búnaðarrit-
inu, 64. árg., bls. 237, M. Rjúpa 502, er lilaut I. verð-
laun fyrir afkvæmi 1949, sjá ætt hennar í Búnaðar-
rilinu, 64. árg., bls. 239—240. Afkvæmi Bangar, sem
sýnd voru ineð lienni, eru náskyldleikaræktuð, nema
lömbin, þ. e. þau eru undan föður hennar. Böng hef-
ur 5 sinnum fengið við föður sínum, lieiðursverð-
launahrútnum Pjakk 31, og urðu lömb hennar í þau
skipti sízt lakari en í þau tvö skipti, sem lnin fékk við
28