Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 437
BÚNAÐARRIT
435
fótum og hafa vel hvita, fremur góða ull. Þau eru
mjög væn, hafa frábæra hrjóstkassabyggingu og eru
prýðilega holdgóð, nema lærvöðvar eru tæplega nógu
þéttir. Báðir fullorðnu hrútarnir hlutu I. verðlaun og
lambhrúturinn er hrútsefni. Dröfn er ágæt afurðaær.
Hún hefur þrisvar verið tvílembd og tvílembingarnir,
3 lirútar og þrjár gimbrar, vegið 43.8 kg til jafnaðar.
Dröfn 942 hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
/■' Hetja 1061, eigandi Árni Ivristjánsson, Holti. F.
Fífill 24, I. verðlaun fyrir afkvæmi, sjá ættartölu hans
í Búnaðarritinu, 64. árg., bls. 234—235, M. Spjálk 397,
Mf. Pjakkur 31, Mm. Hyrna 495. Afkvæmin eru
hyrnd, aðeins ígul á haus og fótum, bringan er full-
grunn á sumum, bakhold góð, Iærvöðvar ekki nógu
þéttir á sumum. Tveir hrútarnir hlutu I. verðlaun, en
einn önnur. Þeir eru fullgrófbyggðir. Hetja er mikil
afurðaær. Hún hefur þrívegis verið tvílembd og einu
sinni einlembd. Tvílembingarnir, 4 hrútar og 2 gimbr-
ar, hafa vegið að meðaltali á fæti 39.5 kg, ein einlemb-
ingurinn, hrútur, 48.0 kg.
Hetja 1061 hlaut II. verðlaun fijrir aflcvæmi.
G. Orka 944, eigandi Árni Kristjánsson, Holti. F.
Óðinn 38, M. Koppa 535, Ff. Pjakkur 31, Fm. Drifa
533, Mf. Kóngur 15, Mm. Droplaug. Afkvæmin eru
hvít, hyrnd, Ijósígul á haus og fótum, grófbyggð, flest
of háfætt, bringa of stutt á sumum og einnig eru læra-
liold ekki næg. Þau eru sum mjög væn, en kynfesta
of lítil. Sonurinn Ægir hlaut II. verðlaun. Orka er
afbragðs mjólkurær. Hún hefur 4 sinnum verið tví-
lembd og tvisvar einlembd. Tvílembingarnir, 4 hrútar
og 4 gimbrar, hafa vegið á fæti að meðaltali 42.3 kg,
en einlernbingarnir, 2 gimbrar, 46.5 kg.
Orka 944 hlaut III. verðlaun fijrir afkvæmi.