Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 456
454
BUNAÐARRIT
Roði 36, sem hlaut I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
haustið 1955, sjá ættartölu hans í Búnaðarritinu, 65.
árg., bls. 163, M. Brúðudóttir, Syðra-Álandi. Afkvæm-
in eru hvít, hyrnd, l'agurgul á haus og fótum, flest
með hvíta ull. Þau eru fríð, þó er snoppa varla nógu
sver á sumum þeirra. Flest hafa þau góða brjósl-
kassabyggingu, þó hafa sum fullháan herðakamb og
varla nógu hvelfd rif. Bakhold þeirra eru yfirleitt góð,
en Iærahold misjöfn. Fætur eru í grennra lagi, og vott-
ar fyrir veikum kjúkum á suinum lömbunum. Tvæ-
vetri hrúturinn hlaut II. verðlaun, en sá veturgamli
I. verðlaun. Ærnar eru vænar, en þó misjafnar. Þær
■eru mjólkurlagnar. Kynfesta er ekki næg.
Þistill 30 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Logi 0, eigandi Ásgeir Pétursson, Ásunnarstöð-
um, var keyptur lamb frá Holti i Þistilfirði. Ætt: F.
Pjakkur 31, er þrisvar lilaut I. heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi, sjá um ætt hans í Búnaðarritinu, 64. árg.,
bls. 237, M. Hnota 541, Mf. Loki 19, Mm. Mjallhvít
330. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, gulleit á haus og fót-
um með hvíta, glansandi og góða ull. Sum þeirra hafa
fullstutta bringu og bak í mjórra Iagi. Útlögur eru
yfirleilt góðar og herðar. Bakhold eru dálítið misjöfn,
en lærahold yfirleitt ágæt. Þau eru lágfætt. Þrevetru
hrútarnir hlutu I. verðlaun og er annar þeirra metfé.
Sá veturgamli hlaut II. verðlaun. Lambhrútarnir eru
sæmileg hrútsefni og ærnar álitlegar afurðaær. Kyn-
festa er mikil.
Logi 9 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Frosti 16, eigandi Jóhann Pétursson, Ásunnar-
•stöðum, var keyptur lamb frá Syðra-Álandi í Þistil-
firði. Ætt: F. Roði 36, sjá um Þistil á Gils hér að
framan, M. Blíða 701, Mf. Bjartur, Mm. Bára 399.
Afkvæmin eru öll hyrnd, fagurgul á haus og fótmn,