Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 457
BÚNAÐARRIT
455
með hvíta ull, en varla nógu sterka. Þau eru fremur
liáfætt, bringan er vel framstæð, en rifjaútlögur yfir-
leitt ekki nógu miklar, enda er brjóstkassarými ánna
of litið. Bakið er í mjórra lagi, bakhold misjöfn, en
lærahold fremur góð. Fullorðnu hrútarnir eru allir
þokkalegir I. verðlauna hrútar, en lambhrútarnir eru
ekki hrútsefni. Kynfesta er allmikil.
Frosti Í6 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Laxi 15, eigandi Björgvin Magnússon, Höskulds-
staðaseli, var keyptur lamb í Laxárdal í Þistilfirði.
Ætt: F. Freyr 50, sjá bls. 425 hér að framan, M.
Drottning 804, Mf. Loki 19, Mm. Hálfhyrna 274. Af-
kvæmin eru ljósgul á haus og fótum, yfirleitt hvit á
ull, fríð, en ekki nógu samstæð. Veturgömlu hrút-
arnir hlutu báðir II. verðlaun, lambhrútarnir eru ekki
nógu góð hrútsefni, gimbrarlömbin misjöfn, ærnar
eru snotrar, allholdgóðar, bakið fullmjótt á sumum
og lærahold misjöfn. Kynfesta ekki næg.
Laxi 15 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
F. Ormur Í4, eigandi Björgvin Magnússon, Hösk-
uldsstaðaseli, var keyptur lamb frá Holti í Þistilfirði.
Ætt: F. Pjakkur 31, sjá um ætt hans í Búnaðarritinu,
64. árg., bls. 237, M. Móeyg 780, Mf. Fífill 24, er hlaut
I. verðlaun fyrir afkvæmi 1949 og 1951, Mm. Fjóla
597. Afkvæmin eru Ijósígul á haus og fótum, fríð,
hvit á ull og ullin allgóð. Brjóstkassabygging er yfir-
leitt góð og ágæt á sumum, lærahold eru góð á flest-
um og ágæt á sumum, balchold sæmileg á nokltrum,
en léleg á öðrum, en ágæt á einstaka. Bakið er of
mjótt á mörgum afkvæmanna. Fullorðnu hrútarnir
eru góðir I. verðlauna hrútar, en lambhrútarnir ekki
góð hrútsefni. Kynfesta er ekki næg.
Ormur 11 hlaut III. vcrðlaun fyrir afkvæmi.