Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 460
458
BÚNAÐARRIT
er prýðilegt hrútsefni. Eldri dóttirin er ágætlega gerð
að öðru leyti en því, að bringan er varla nógu mikil.
Veturgamla ærin hefur varla nógu gott bak. Afkvæm-
in eru öll undan Norðra 31 og er líklegt, að þau sæki
kosti eigi síður til hans en til móðurinnar. Esja er
mikil afurðaær. Hún hefur tvisvar verið tvílemhd og
tvisvar einlembd. Tvílembingar hennar, 3 hrútar og 1
gimbur, hafa vegið til jafnaðar 43.0 kg, en einlemb-
ingarnir, 2 gimbrar, 44.5 kg. Dætur Esju hafa gert
væn lömb.
Esja 96 hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
I). Gullírsa 10, eigandi Björgvin Magnússon, Hösk-
uldsstaðaseli. F. FIosi í Geitdal, M. Gullbrá. Afkvæmin
eru ígul á haus og fótum og hvít á ull. Dæturnar eru
vel gerðar, þolslegar og allholdgóðar. Tvævetri hrút-
urinn hlaut II. verðlaun. Lambhrútarnir eru vænir og
hafa ágæta brjóstkassabyggingu, en eru að ýmsu leyli
ol' grófir sem hrútsefni. Gullírsa er ineð afbrigðuin
frjósöm, hefur eignazt 17 lömb á 8 árum. Hún er
mikil mjólkurær.
Gullírsa 10 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Krubba, eigandi Hlífar Erlingsson, Rorgrímsstöð-
um. F. Höfði frá Höfða á Völluin, M. Kolla, Mf.
Óspakur, Mm. Kolla. Afkvæmin eru skeifhyrnd, föl-
hvít í andliti eins og móðirin, nema tvö eru dálítið
gulleit. Ullin er hvít, glansandi, gormhrokkin, mikil
og góð. Ein ærin er þó of gul í hnakka. Dæturnar eru
hver annarri betri, nema gula ærin, sem er góð meðal-
ær. Þær eru samanreknar og holdgrónar. Sonurinn er
ágætur II. verðlauna hrútur. Krubba er ágæt mjólk-
urær. Fjögur síðustu lömb hennar vógu 45.5 kg til
jafnaðar. Hún hefur alltaf verið einlembd. Hún stóð
nærri því að hljóta I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Krubba hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.