Búnaðarrit - 01.01.1958, Side 465
BUNAÐARRIT
463
B. Frelcja 536, eign Sigurjóns Einarssonar, Bjarna-
nesi. F. Öxull 10, M. Kæpa 532, Ff. Köggull, Stafaf.,
Mf. Köttur 2, Miðskeri, Mm. Sókn 299. Afkvæmin eru
fölhvít í andliti og hafa vel hvita, góða, en fremur
litla ull. Þau eru þéttvaxin holdgróin, hafa l'ramstæða
hringu og ágætar iitlögur, nema tvævetri hrúturinn,
sem hlaut II. verðlaun, ágæt bak- og lærahold. Frekja
er frjósöm og góð afurðaær. Kynfesta afkvæmanna er
mikil.
Frelcja 536 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Hafnarhreppur.
Þar var 1 hrútur sýndur með afkvæmum, sjá
töflu 32.
Tafla 32. Afkvæmi Harðar, Sveins Bjarnasonar, Höfn.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Hörður 10, 4 v. . . 105.0 109.0 80 31 26.0 127
Synir: Otur, 2 v., II. v. . . 89.0 100.0 78 35 23.0 132
Hringur, 1 v., II. v. 75.0 99.0 76 34 23.0 130
2 hrútl., einl 51.5 84.0 67 33 20.5 122
Dætur: 9 ær, 2 og 3 v., 1 tvíl. 59.7 92.4 71 30 20.6 126
1 ær, 1 v., geld .... 55.0 93.0 68 30 20.0 125
8 gimbrarl., 4 tvíl. . 41.1 79.2 - - 19.8 119
Hörður 10, eigandi Sveinn Bjarnason, Höfn, er ætt-
aður úr Borgarhafnarhreppi. F. Svanur 63, Kálfafells-
stað, Ff. Fífill 44, Hala, Fm. Álft 314, M. Hnakka,
Mf. Hörður 2, Mm. Fossakolla, Fmf. Kútur, Fmm.
Álft. Afkvæmin eru ígul á haus, fótum og dindli, en
hvít á ull, svipfögur og þolsleg, en hafa yfileitt of litla
rifjahvelfingu. Þau hafa ágæt bakhold og flest fram-
úrskarandi holdmikil læri og ágæta fótstöðu. Full-
orðnu hrútarnir hlutu II. verðlaun, lambhrútarnir eru
góð hrútsefni, en ærnar eru ekki þroskamiklar enn,
enda áttu þær sumar lömb veturgamlar. Þær virðast
góðar afurðaær. Kynfesta afkvæmanna er mikil.
Hörður 10 hlaut 11. verðlaun fyrir aflcvæmi.