Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 468
466
BÚNAÐARRIT
C. Dofri 74, eigandi Sigurður Ketilsson, Flatey. Ætt:
F. Narfi 63, M. Teista 723, Ff. Ivútur 52, Fm. Snotra
530, Mf. Skíðir 37, Mm. Rjúpa 383, Fff. Fróði 20, Ffm.
Síðklædd 216, Fmf. Þokki 29, Fmm. Rjúpa 383, Mff.
Sindri, Brekku, Mfm. Syrja, Bjekku, Mmf. Depill,
Mnnn. Lotta 49. Aflcvæmin eru hyrnd, flest gul á
haus og fótum, með hvíta ull, sæmilega að magni og
gæðum. FuIIorðnu synir Dofra eru góðir I. verðlauna
hrútar, en hrútlömbin ekki góð hrútsefni. Ærnar eru
allvænar, en fullháfættar, margar þunnholda á baki,
en hafa flestar góð læri. Rifjahvelfing þeirra er ekki
næg. Gimbrarlömbin eru snotur, en sum tilkomulítil.
Afkvæmin bera ekki með sér næga kynfestu. Ærnar
eru enn lítt reyndar til afurðagetu. Haustið 1956
flokkuðust sláturlömb undan Dofra þannig, að af 31
lentu 23 í I. flokki og 8 í II. flokki, en 1957 lentu 20
í I. flokki og 3 í II. flokki.
Dofri 74 lilaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Fálki 50, eigandi Arnór Sigurjónsson, Brunnhóli,
var sýndur með afkvæmum 1955 og hlaut þá III.
verðlaun fyrir þau, sjá ættartölu lians í Búnaðarrit-
inu, 69. árg., bls. 423. Afkvæmin eru öll hyrnd nema
1 ær. Þau eru gul á haus, fótum og hnakka og hafa
sum of gula ull. Fullorðnu hrútarnir eru allir góðir
I. verðlauna hrútar, lambhrútarnir álitleg hrútsefni
og dæturnar, bæði ær og gimbrar, eru vænar, jafn-
vaxnar, með góða herðabyggingu, sæmilega vel fram-
stæða og breiða bringu og ágætar rifjaútlögur, breitt
og holdgott bak og ágæt lærahold. Tvær ærnar eru
þó í slakara lagi. Kynfesta afkvæmanna er mikil.
Ærnar eru góðar mjólkurær, en varla nógu frjósam-
ar. 1956 voru 27 dætur Fálka í Sf. Mýrahrepps á
skýrslu. Af þeim voru 3 tvílembdar og gáfu þær af
sér 26.8 kg af dilkakjöti til jafnaðar, en 23 voru ein-
lembdar og lögðu lömb þeirra sig með 17.0 kg meðal