Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 472
470
BÚNAÐARRIT
Borgarhafnarhreppur.
Þar var 1 hrútur sýndur með afkvæmum, sjá
töflu 35.
Tafla 35. Afkvæmi Loga á Smyrlabjörgum.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Logi 78, 7 v 96.0 109.0 82 34 26.0 132
Synir: ItoSi, 3 v., I. v. ... 100.0 110.0 80 36 27.0 130
Kjáni, 1 v., I. v. . . 81.0 103.0 79 33 23.0 134
3 hrútl., 2 tvíi 43.0 82.3 65 31 19.0 117
Dætur: 10 ær, 2—6 v., 4 tvil. 61.7 96.5 72 32 20.9 128
8 gimlirarl., 4 tvil. . 38.0 80.3 - - 19.6 119
Logi 78, eigandi Karl Bjarnason, Smyrlabjörgum,
er ættaður frá Viðborðsseli. F. Reynir 54, er tvívegis
hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi, sjá ættartölu hans
í Búnaðarritinu, 65. árg., hls. 171, M. Elding 386, Við-
borðsseli, Mf. Vafi 25, Mm. Bleikja 120, er hlaut II.
verðlaun fyrir afkvæmi 1949, sjá Búnaðarritið, 64.
árg., bls. 246. Afkvæmin eru hyrnd, ígul á haus og
fótum, en hafa vel hvita ull. Þau eru hraustleg, svip-
fríð og yfirleitt væn. Þau Iiafa mikið brjóstrými,
bringan er framstæð og breið, rifjahvelfing ágæt, bak-
ið breitt og holdgróið og lærahold yfirleitt ágæt. Lamb-
hrúturinn er gott hrútsefni og fullorðnu hrútarnir eru
báðir prýðilegir I. verðlauna hrútar. Kynfesta af-
kvæmanna er mikil. Ærnar eru sæmilega frjósamar
og mjólkurlagnar. Af 17 dætrum lians í Sf. Borgar-
hafnarhrepps 1956 áttu 7 tvö lömb og skilaði liver
tvílemba 24.3 kg af dilkakjöti og hver einlemba 16.4
kg til jafnaðar. 16 af 18 sláturlömbum undan þeim
lentu i I. gæðaflokki.
Logi 78 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.