Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 479
BÚNAÐARRIT
477
grennra lagi. Afkvæmin eru rígvæn, vel vaxin og sér-
staklega holdgróin á baki, mölum og lærum. Ai' 6
veturgömlum sonum Þrándar hlutu 4 fyrstu verölaun
og 2 önnur verðlaun. Tveir I. verðlauna hrútarnir eru
melfé. Annar lamhhrúturinn er ágætur og liinn álit-
legt hrútsefni. Veturgömlu ærnar eru allar álitlegar
hrútsmæður nema ein. Þær eru rígvænar og hafa frá-
hæra hrjóstkassabyggingu og eru grónar í holdum.
Gimbrarlömbin eru prýðilega gerð, en tvö þeirra
þroskalítil. Þótt engin reynsla liggi enn fyrir um af-
urðagetu dætra Þrándar, þótti rétt að veita honum
I. verðlaun fyrir afkvæmi vegna yfirburða kosta
þeirra.
Þrándur 23 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Jökull, eigandi Einar Sigurðsson, Austurkoti, var
keyptur lamb frá Hóli í Kelduhverfi. Hann er nii
þyngsti hrútur, sem veginn hefur verið á öllu landinu
til þessa, vó 144 kg. Tveggja vetra að aldri, 1955, var
liann dæmdur bezli hrúturinn í Hraungerðishreppi og
liélt liann því sæti enn. Hann er Jötunn vænn og
hefur frábæra byggingu, er þróttlegur og harðgerður.
Afkvæmin eru fölhvít á liaus og fótum, með mjall-
hvíta, allmikla og góða ull. Þau hafa sveran, nokkuð
langan haus og eru fremur sverhyrnd, einkum hrút-
arnir, þolslegan svip, sterka, gleitt setta og rétta fæt-
ur, en sum nokkuð háfætt. Þau eru hvert öðru lík
og bera glögg einkenni föðursins, er sýnir, að hann
býr yfir mikilli kynfestu. Þau eru rígvæn, bollöng,
með feikna mikla bringu, mikið brjóstrými, breitt,
sterkt og holdgróið bak og sæmilega holdmikil í lær-
um. Þrjár ærnar eru framúrskarandi metfé, gimbrar-
löinbin eru mjög álitleg, en tveir tvílembingar þroska-
litlir. Veturgömlu hrútarnir fengu 2 I. verðlaun og 1
II. verðlaun, en lambhrútarnir eru ágæt hrútsefni.
Jökull hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.