Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 484
482
BÚNAÐARRIT
stöðum. F. Laxi á Hrafnkelsstöðum frá Laxamýri, M.
Breiðleit 10 frá Sigurði í Reykjahlíð, sem nú hlaut
I. verðlaun fyrir afkvæmi, sjá töflu 45 B. Með Val
voru sýnd öll afkvæmi hans veturgömul og tveggja
vetra, og stóð hann að því leyti verr að vígi en eldri
hrútar, sem sýndir voru, sem áttu svo mörg afkvæmi,
að hægt var að velja úr þeim til sýningar. Afkvæmi
Vals eru hyrnd, ígul á haus og fótum og sum aðeins
gul á uil, einkum í jöðrum reifisins. Þau eru með
afbrigðuin lágfætt, og hafa mjög gleitt setta fætur,
stutt og svert höfuð. Þau hafa með afbrigðum breiða
bringu, einkum aftur og frábærar rifjaútlögur, enda
hafa þau óvenjumikið brjóstummál miðað við þunga.
Þau eru ekki eins þung og sumir aðrir aflcvæmahópar
og iiafa sum tæplega nógu breitt bak, en eru með
fádæmum holdgróin á baki og mölum, og lærin eru
frábærlega holdmikil alveg niður á hæltla. Veturgömlu
hrútarnir hlutu báðir I. verðlaun. Annar þeirra og
tvær ærnar eru metfé. Hrútlömbin eru öll stórálitleg
lirútsefni. Valur er mjög óvenjulegur einstaklingur og
afkvæmi hans sýna, að hann erfir frá sér hina miklu
kosti sína í ríkum mæli. Dæturnar eru enn óreyndar
til afurðagetu.
Valur 34 hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
C Flosi 21, eigandi Sveinn Eiríksson, Steinsholti,
var keyptur lamb frá Fjöllum í Kelduhverfi. Hann er
ágætlega vænn, hefur víðan hrjóstkassa, sterkt og vel
vöðvað bak og allgóð læri. Hann er fölgulur á haus
og fótum og hefur hvíta, mikla og sæmilega góða ull.
Nasir eru fullþröngar og fætur í grennra og hærra
lagi. Afkvæmi hans likjast honum í svipmóti og gerð.
Hrútarnir eru rígvænir, en ekki nógu jafnvaxnir, en
hlutu þó báðir I. verðlaun. Dæturnar 19 að tölu eru
jötunvænar og holdmiklar og flestar ágætlega gerðar,
en sumar hafa fullstutta bringu. Enn er ekki hægt