Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 485
BÚNAÐARRIT
483
með -vissu að segja um afurðasemi þeirra, en þó lofa
þær góðu.
Flosi 21 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Bekkur 5, eigandi Hjalti Gestsson frá Hæli, var
keyptur lamb frá Hóli í Ivelduhverfi. Hann er kol-
vöngóttur með mikla og vel livíta ull, herðar varla
nógu holdfylltar, og bringan er tæplega nógu víð aft-
ur, en bak, malir og læri eru óvenju holdfyllt og ná
lærvöðvar ágætlega niður á hækla. Hann hefur stutta
og rétt setta fætur. Afkvæmin hafa þessa kosti í rík-
um mæli. Ærnar eru glæsilegur hópur og mjög sam-
stæður, þótt tvær þeirra væru svartar og tvær svart-
kápóttar. Hrútarnir voru ekki eins jafnvaxnir og höfðu
ekki alveg nógu góða frambyggingu, en hlutu þó I.
verðlaun. Of lílil reynsla liggur fyrir um afurðagetu
dætra hans.
Bekkur 5 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Garður 19, eigandi Lýður Pálsson, Hlíð, var
keytpur lamb frá Garði í Kelduhverfi. Hann er metfé
að gerð og vænleika, fagurgulur á haus og fótum og
aftur á hnakkann, en ullin er mikil, fín og sæmilega
livít. Hann er framúrskarandi sterk kind og ekkert
farinn að fella af. Afkvæmin líkjast Garði um margt,
en skortir mjög á þroska til þess að vera nógu glæsi-
leg. Synir hans eru góðir hrútar, og hlaut annar þeirra
I. verðlaun, en hinn II. verðlaun. Lambhrútarnir eru
álitleg hrútsefni. Ærnar eru jafnvaxnar og holdgóðar,
en flestar þroskalitlar.
Garður 19 hlant III. verðlaun fyrir afkvæmi.
F. Hóll 2fí, eigandi Helgi Jónsson, Miðhúsum, var
keyptur lamb frá Hóli í Kelduhverfi. Hóll er glæsi-
legur hrútur, rígvænn, holdgróinn, óvenju lágfættur,
með mikla og góða ull og að öllu leyti prýðilega gerð-
31