Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 491
BÚNAÐARRIT
489
stærð, enda samanrekin holdakind. Afkvæmin eru
hyrnd, sum aðeins ígul á haus og fótum, en flest eru
þau nokkuð bjartleit, hvít á ull, en einstaka svart.
Þau bera með sér óvenju miklá kynfestu, eru undan-
tekningarlaust mjög lágfætt og jafnvaxin, sum nokk-
uð bolstult, en öll lioldgróin svo af ber og sýna, að
eiginleilcar Dvergs erfast í mjög ríkum mæli. Sýndir
voru með honum 12 synir hans og voru 11 þeirra
veturgamlir. I. verðlaun hlutu 9 og hinir 3 II. verð-
laun. Þetta var frábær bræðarhópur, ekki sízt, er tekið
er tillit til þess, að mæður margra þeirra voru á
engan hátt valdar hrútsmæður. Sumir þessara hrúta
eru metfc og taka jafnvel föðurnum fram. Hrútlömbin
voru öll ágæt hrútsefni. Ærnar, dætur Dvergs, eru
allar framúrskarandi jafnvaxnar og holdgrónar, en
enn þá lítt reyndar að áfurðagetu. Gimbrarlömbin eru
prýðilega gerð ærefni. Afkvæmi Dvergs hafa mjög
breitt bak og breiðara en ýmsir afkvæmahópar hafa,
sem eru stórvaxnari og jafnvel þyngri en þessi hópur.
Dvergur 12 hlaut I. verðlaun fgrir afkvæmi.
D. Abel 7, eigandi Sveinn Kristjánsson, Efra-Lang-
holti, var keyptur lamb frá Vindbelg í Mývatnssveit.
Hann er jötunn vænn með sveran, þróttlegan haus
og sterka, vel gerða fætur, gulur á haus og fótum og
hefur mikla, vel hvíta ull, en þó of gulur aftur á
hnakkann. Afkvæmin líkjast honum mjög, eru ríg-
væn, hafa ágæta frambyggingu, sterkan, vel vöðvaðan
hrygg, en þó fullmjóan, og góð læri. Veturgömlu hrút-
arnir 3 hlutu allir I. verðlaun og einn þeirra er metfé.
Einn lambhrúturinn er ágætt hrútsefni og hinir not-
hæfir. Lítil reynsla er enn fengin um afurðagetu ánna,
en þær, sem átt hafa lömb, gefa góðar vonir um af-
urðasemi.
Abel 7 hlaut I. verðlaun fgrir afkvæmi.