Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 495
BÚNAÐARRIT
493
Bœði véturgömul og tvævetur missti hún annað lamb-
ið, en tvævetlulambið, sem gekk eitt undir henni, vó
49 kg iim haustið og er það Dvergur. Sex tvilemb-
ingar hénriar 3 siðustu árin, jafnmörg af hvoru kyni,
vógu að jafnaði 44.5 kg. Sýnir það, að Drottning er
ágæt mjólkurær.
Drottning i hlaut I. verðtaun fyrir afkvæmi.
fí. fíreiðlcit 10, eign Helga Haraldssonar, Hrafnkels-
stöðum, var keyþt lamb frá Sigurði i Reykjahlíð. Hún
er framúrskarandi jafnvaxin og vel gerð ær, en lætur
ekki mikið yfir sér. Ærnar, dætur hejinaf, eru allar
metfé og synirnir, Valur 34 í Steinsholli og Prúður á
Hrafnkelsstöðum, sömuleiðis. Sá fyrrnefndi hlaut nú
1. verðlaun fyrir afkvæmi, sjá töflu 42 B. Gimhrar-
lömbin bæði eru mjög vel gerð, en ekki þroskamikil.
Breiðleit átti lamb veturgömul, er vó á fæti 44.0 kg.
Síðan hefur lnin tvisvar verið einlembd og tvisvar
tvílembd. Einlembingar hennar, hrútur og gimhur,
vógu á fæti 45.0 kg, en tvílembingarnir, 1 hrútur og
3 gimbrar, 42.0 kg. Breiðleit býr vfir óvenju mikilli
kynfestu og er frábær kynbótaær.
fíreiðleit 10 hlaut 1. vcrðlaun fgrir afkvæmi.
C. fíjört, eigandi Margrét Sigurðardóttir i Miðfelli,
var keypt lamb úr Mývatnssveit. Hún hefur ágæta
frambyggingu, sterkt og holdgott bak, dálítið brattar
malir og fremur holdgóð læri. Synir hennar eru báðir
góðir I. verðlauna hrútar. Tvævetlan, dóttir hennar,
er metl'é að gerð og vænleika og gimbrarlömbin
einnig. Björt hefur tvisvar verið einlembd og tvisvar
tvílembd og er ágæt mjólkurær.
fíjört hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D Nr. 11, eigandi Magnús G. Jónsson, Kópsvatni,
var keypt lamb frá Kristjáni Þórhallssyni, Vogum í