Búnaðarrit - 01.01.1958, Page 496
494
BÚNAÐARRIT
Mývatnssveit. Hún er smá og jafnvaxin, hefur ágæta
hrjóstkassabyggingu, sterkt, sæmilega breitt bak, en
er fremur skarpholda. Dætur Nr. 11 eru myndarlegar
kindur, jafnvaxnar og holdgóðar. Annar sonurinn full-
orðni, Muggur á Kópsvatni, er metfé, en hinn, Kópur
á Arnarhóli, er góður I. verðlauna hrútur. Lömbin
eru bæði álitleg til ásetnings. Nr. 11 er frjósöm og
mjólkurlagin. Hún hefur átt 9 lömb og er aðeins 5
vetra og skilað þeim ágætlega vænum.
Nr. 11 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Nr. 32, eigandi Maria Hansdóttir, Kópsvatni, var
keypt lamb frá Laufeyju Helgadóttur á Grímsstöðum
í Mývatnssveit. Nr. IV2 er sterkleg og vel gerð ær. Dæt-
ur hennar eru allar vænar og vel gerðar. Synir hennar,
Kópur og Bjartur, eru góðir I. verðlauna hrútar, en
gimbrarlambið er lítilfjörlegt. Nr. 32 hefur verið tví-
leinbd fjögur ár í röð og skilað ágællega vænum lömb-
um þar til í haust.
Nr. 32 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
F. Svört, eigandi Hallgrímur Indriðason, Ásatúni,
var keypt lamb frá Hofsstöðum í Mývatnssveit. Af-
kvæmin eru væn og myndarleg, en ekki nógu jöfn og
sum í grófbyggðara lagi. Annar velurgamli hrúturinn
hlaut I. verðlaun, en hinn II. verðlaun. Þeir eru vænir,
en ekki nógu heilsteyptir. Annar lambhrúturinn er
álitlegt hrútsefni. Ein dóttirin er léleg, en hinar vænar
og allvel gerðar. Svört var tvílembd gemlingur og
alltaf síðan. Hún hefur því átt 10 lömb og komið þeim
öllum upp, þótt hún sé aðeins 5 vetra. Síðustu 3 árin
hafa tvílembingar hennarí 4 hrútar og 2 gimbrar,
vegið til jafnaðar á fæti 46.8 kg, er sýnir, að Svört
er frábær mjólkurær.
Svört hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.