Búnaðarrit - 01.01.1958, Síða 497
B ÚNAÐARRIT
495
G. Blíða, eigandi Óskar Indriðason, Ásatúni, var
keypt lamb frá Grænavatni í Mývatnssveit. Blíða er
framúrskarandi væn og vel gerð ær að öðru leyti en
því, að hún er of háfætt. Annar sonur hennar lilaut
I. verðlaun, en hinn II. verðlaun, vegna þess að hann
hefur of krappan hrjóstkassa. Ærnar eru báðar ríg-
vænar, vel vaxnar og holdgóðar og annað ginrbrar-
lamhið er metfé, en hitt gott. Blíða var tvílembd tvæ-
vetla og alltaf síðan, en hefur ekki komið upp nema
6 lömbum. Tvennir síðustu tvílembingar hennar vógu
til jafnaðar á fæti 44.8 kg.
Blíða hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Biskupstungnahreppur.
Þar var 1 hrútur töflu 46. sýndur með afkvæmum, sjá
Tafla 46. Afkvæmi Spaks á Efri-Reykjum.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Spakur, 4 v. .. 98.0 109.0 83 35 26.0 133
Synir: 4 lirúlar, 2 v., I. v. 94.0 107.0 81 34 25.5 134
3 hrútar, 1 v., I. v. 87.0 103.0 80 35 25.3 134
Dætur: 2 ær, 2 v., einl. . . . 56.5 91.5 71 32 19.8 130
2 ær, 2 v., geldar .. 72.5 101.5 73 32 24.0 130
6 ær, 1 v., geldar .. 59.5 93.7 73 32 21.2 132
10 gimbrarl., einl. 43.1 83.6 - - 19.9 121
Spakur, eigandi Ingvar Eiríksson, Efri-Reykjum, er
frá Gelti í Grímsnesi. F. Fengur í Gelti, M. hyrnd ær
í Gelti. Spakur er hnífilhyrndur, með svert og þrótt-
legt höfuð, jafnvaxinn, hefur breitt og holdgróið bak
og sæmilega vöðvafyllt læri. Afkvæmin bera með sér
allmilda kynl'estu, nema hvað horn varðar. Þau eru
sum kollótt, önnur hniflótt og einstaka hyrnd. Þau
eru dugnaðarleg, nokkuð stygg og sum l'ullháfætt.
Hrútarnir, synir Spaks, hlutu allir I. verðlaun. Sumir
þeirra eru prýðilega vel gerðir, en aðrir fullgrófbyggð-
ir. Enginn lambhrútur var sýndur, en 7 synir Spaks