Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 22
16
BÚNAÐARRIT
á 3—4 stöðum og flæðir hún þá yfir engjarnar. Oft er
þó ekki þörf á þessum aðgerðum, því að hvort tveggja
er, að áin flæðir einatt á vetrum yfir engjarnar, og svo
hefur hún með sandburði hækkað svo botn sinn, að oft
er erfitt að halda henni í farvegi sínum að sumrinu til,
svo hægt sé að nýta engjarnar. Sem dæmi má nefna, að
það er ekki óalgengt að verja þurfi 60—80 dv. til að
stífla Randarskarð, en um það fellur áin yfir engjar
Grænavatns.
Nú er verið að gera áætlanir um að veita Suðurá og
Svartá í Kráká, en vatnsmagn þeirra er samkvæmt upp-
lýsingum Orkustofnunar 14—20 sek/m3. Mun láta nærri,
að með þessu lagi þrefaldist vatnsmagn Krákár, og er
öllu þessu aðflutta vatni gersamlega ofaukið í farvegi
hennar. Svo bakkafull er áin, að í miklum rigningum
að sumri til flæðir hún út yfir engjamar og veldur þá
einatt allmiklu tjóni. Að öllu óbreyttu hlýtur allt hið
aðflutta vatn Suðurár og Svartár að leggjast yfir Fram-
engjar, mynda þar grannt og einskis nýtt stöðuvatn, sem
að einhverju leyti rennur svo út í Mývatn. Hver áhrif
sá aðkomni vatnsflaumur hefur á þetta fræga veiðivatn,
skal ekki dæmt um, að þessu sinni, en ólíklegt er, að
það verði því til bóta. Með þessu lagi eru Framengjar
úr sögunni bæði til slægna og beitar, en þær eru framúr-
skarandi gott vorland fyrir sauðfé, vegna þess hve
snemma þær grænka. Sagt er, að lærðir menn telji, að
dýpka megi árfarveginn með því að sprengja burt klapp-
arhöft, sem eru norðarlega í ánni, og moka upp sandinn,
sem áin hefur hlaðið undir sig um ómuna tíð. Þetta
myndi þó verða til lítilla bóta, því hvort tveggja er, að
áin er mjög krókótt og myndar því fyrirstöðu greiðu
rennsli vatnsins, og í öðru lagi svo hallalítil, að ekki
mun vera nema 60—70 cm halli á hverjum km. Allt
bæri að sama branni, áin myndi eftir sem áður hlaða
undir sig sandi og hálffylla farveg sinn á ný. Er þá sú
leið næst, að gera ánni beinan farveg. Það myndi kosta