Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 372
366
BÚNAÐARRIT
gömlum Óðinn Hannesar á Grund. Svanur gamli á
Hvannstóð er úrvalshrútur að gerð, en búinn að fella
framtennur.
Suður-Múlasýsla
Þar voru sýndir 320 lirútar, 249 fullorðnir, er vógu 95.0
kg, og 71 veturgamall, og vógu þeir 74.7 kg. Hrútarnir
voru aðeins þyngri en jafnaldrar þeirra 1965, en mun
færri lirútar voru sýndir að þessu sinni. Fullorðnir lirút-
ar voru nú þyngstir í Norðfjarðarlireppi 103.6 kg, en
léttastir í Fáskrúðsfjarðarhreppi 89.8 kg, veturgamlir
voru þyngstir í Geithellahreppi 78.6 kg, þó þyngri í
Norðfjarðar- og Stöðvarlireppi, en þar voru ekki sýndir
nema einn og tveir lirútar veturgamlir á stað, léttastir
voru þeir veturgömlu í Beruneslireppi 67.0 kg. Fyrstu
verðlaun hlutu 154 eða 48.1% sýndra lirúta, sem er svo
til sama röðun og var 1965, 140 fullorðnir, er vógu 100.3
kg, og 14 veturgamlir, sem vógu 83.1 kg.
SkriSdalshreppur. Þar voru sýndir 39 hrútar, 34 full-
orðnir, sem vógu 91.5 kg, og 5 veturgamlir, er vógu 71.0
kg, báöir aldursflokkar aðeins léttari en jafnaldrar þeirra
á sýningu 1965. Hrútarnir voru lioldlitlir og spjaldmjóir,
engir fágaðir, sumir með slappar afturkjúkur, vetur-
gamlir þroskalitlir. Fyrstu verðlaun hlntu 12, allir full-
orðnir eða 30.8% sýndra hrúta, og er það heldur betri
röðun en var 1965. Á héraðssýningu voru valdir Valur
á Haugum, er hlaut I. verölaun A, Hnífill, 2 v., í Geit-
dal, Jökull á Mýrum, 2 v., ættaður frá Hjarðargrund á
Jökuldal og Hringur í Flögu og hlutu I. verðlaun B, til
vara Hnífill á Hallhjarnarstöðum. Skriðdælingar þurfa
að fá inn ræktaðan lirútastofn á næstu ámm.
Vallalireppur. Þar voru sýndir 57 hrútar, 39 fullorðn-
ir, er vógu 98.6 kg, og 18 veturgamlir, sem vógu 77.1 kg,
báðir aldursflokkar voru um 5 kg þyngri en jafnaldrar
þeirra 1965. Fyrstu verðlaun hlutu 32 eða 56.1% sýndra
hrúta, og er það betri röðun en var fyrir fjórum árum.