Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 64
58
BÚNAÐARRIT
löndum frekar rýr, en mun þó hvergi liafa brugðizt
algjörlega af völdum veðurfars, eins og kartöfluupp-
skeran gerði víða. Sannaðist það bezt, að kartaflan er
kröfuharðari matjurt en flestar þær aðrar, sem hér má
rækta, og viðkvæm fyrir miklum sveiflum í úrkomu og
hita. Þrátt fyrir þetta er þó aðlögunarhæfni kartöflujurt-
arinnar óneitanlega undraverð.
í ljós kom, eins og svo oft áður, þegar sumur hafa
verið léleg, að beztur var ræktunarárangurinn, þar sem
heit garðlönd voru fyrir hendi. í þannig jarðvegi reynd-
ist sumarkál og annað ámóta fljótsprottið grænmeti skila
fyllilegri meðaluppskeru, sem varð þó að vísu aðeins
síðar þroskuð en venja hefur verið. Slíkt þurfti reyndar
varla að koma nokkrum á óvart, því þótt júníhitinn
liafi verið í meðallagi og vel hafi viðrað á allt græn-
meti fyrst eftir gróðursetningu, voru verulegar rigningar
og lítið sólskin síðari hluta mánaðarins, og júlí var kald-
ur og votur. Sólarleysi og mikil væta hlaut því að draga
nokkuð úr vexti grænmetis og matjurta, eins og kom
á daginn, en ]>ar höfðu heitir garðar samt mikla yfir-
burði yfir kalda; uppskera gat hafizt fyrr og var jafn-
framt margfalt meiri. Haldi kólnandi árferði áfram
eins og ýmsir spá, verður væntanlega hafizt handa um
að nýta betur til garðræktar en nú er gert þau heitu
landssvæði, sem hér er víða að finna í námunda við
hveri og laugar. Að vísu eru slíkar spildur ekki alls stað-
ar jafn heppilegar sem garðstæði, eins og þær koma
fyrir, t. d. geta þær verið of heitar, jarðvegur of leir-
borinn, eða kísilríkur, eða þá jafnvel að þar sé jarðvegs-
laust, en þess háttar má á ýmsan liátt ráða bót á. Eins
mætti, þar sem gnægð er af heitu vatni, nota það betur
en nú er gert til upphitunar á garðlöndum. Á hinn ein-
faldasta og ódýrasta liátt hafa þannig 2—3 ungir garð-
yrkjubændur í Biskupstungum nýlega látið gera þétt
liolræsi í garðlönd sín (framræstur mýrarjarðvegur), sem
þeir veita heitu vatni eftir snemma á vorin og fram á