Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 232
226
BÚNAÐARRIT
hve rafmótorar þeir, sem ætlaðir eru fyrir 1-fasa raf-
magn, eru dýrir og oft erfitt að fá hentuga mótora.
Þeir rafmótorar, sem hér eru notaðir til súgþurrkunar
á lieyi, eru flestir byggðir hérlendis, og verð þeirra í
febrúar 1970 eftirfarandi (án söluskatts) :
Stærð mótors, hestöfl: 1-fasa: 3ja-fasa:
5,5 22.185,00 8.578,00
7,5 22.204,00 10.908,00
10,0 28.668,00 12.839,00
13,0 32.081,00
15,0 17.129,00
1-fasa rafmótorar eru því rúmlega helmingi dýrari en
sambærilegir 3ja-fasa mótorar og það dýrir, að margir
hændur veigra sér við að kaupa rafmótor til þess að
knýja súgþurrkunarblásarann, en nota í stað þess dráttar-
vél, sem ekki er hægt að binda við blásarann langtím-
um saman. Afkastamikil súgþurrkun stóreykur öryggi
í fóðurverkuninni, en súgþurrkunarhlásarinn kemur því
aðeins að fullum notum, að liann sé fasttengdur mótor.
Mál nr. 40
Erindi Sveins Jónssonar, Ingimundar Ásgeirssonar, Sig-
ur&ar J. Líndal, össurar GuSbjartssonar og Benedikts
Grímssonar um marka&smál landbúna&arins.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 22 samliljóða atkvæðum.
Búnaðarþing skorar á stjórn Stéttarsamhands bænda
að hlutast til um við eftirgreinda aðila: Landbúnaðar-
ráðuneytið, Búnaðarfélag Islands, Framleiðsluráð land-
biinaðarins, Samband íslenzkra samvinnufélaga og Slátur-
félag Suðurlands, að haldin verði ráðstefna um markaðs-
leit og sölu á íslenzkum landbúnaðarafurðum, sérstak-
lega sauðfjárafurðum, á erlendum mörkuðum.