Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 256
250
BÚNAÐARRIT
meðaltekjur allra bænda hafi ekki hækkað í krónutölu
til jafns við tekjur búreikningabænda frá 1967 til 1968.
Öruggt má telja, að bændur liafi verið tekjulægsta
starfsstétt þjóðarinnar 1968 eins og um árabil að undan-
förnu, enda lirukku tekjur þeirra ekki fyrir nauðþurft-
um. Þeir, sem búreikninga færðu 1968, juku skuldir sínar
að meðaltali um tæp 40 þúsund, en eignir hækkuðu á
móti um 16 þúsund krónur. Nettó tap reyndist því um
kr. 24 þús. á bónda til jafnaðar á árinu 1968. Engar líkur
eru til þess, að afkoma bænda á árinu 1969 verði betri
en 1968, meðal annars af eftirfarandi ástæðum. Fram-
leiðslumagn búvöru hefur minnkað eins og áður var
sagt, mjólk um 5,9% og kindakjöt um 4,3% og kartöflur
nær 50%. Notkun tilbúins áburðar minnkaði að vísu að
magni til, en kjarnfóðurkaup munu að öllum líkindum
hafa aukizt verulega, þegar árið 1969 er tekið í lieild,
þótt minna væri víða gefið af kjarnfóðri sl. vetur en
oftast áður, þá hafa bændur á óþurrkasvæðum notað
feikn af kjarnfóðri sl. liaust og nú fram að áramótum.
Minnkandi byggingaframkvæmdir og minni vélakaup á
árinu 1969 eru vitni um hina versnandi afkomu. Að
vísu þurfum við ekki að óttast afleiðingar af minnkandi
framkvæmdum og minni vélakaupum í eitt ár, ef líkur
væru fyrir batnandi afkomu á næstunni. Bændur fengu
viðunandi liækkun á verði búvöruframleiðslu sl. haust
miðað við meðal árferði og verðlag undanfarinna ára,
en það nægir ekki til að mæta afleiðingum illæris ár
eftir ár, vaxandi skuldum og minnkandi eignum. Veldur
hér miklu um, hve bændur liafa lengi búið við lægri
tekjur en þeim ber lögum samkvæmt. Þrátt fyrir elju
þeirra og sparsemi, gátu þeir ekki lagt nægilega fyrir í
góðu árunum til að mæta illærunum að undanförnu,
sízt þeir, sem stóðu í framkvæmdum. Vaxtabyrðin hvílir
þungt á þeim, sem lán hafa tekið til fjárfestingar eða
vegna tapreksturs að undanförnu, en gengislækkanirnar
hafa ódrýgt illilega sparifé hinna.