Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 239
BÚNAÐARÞING
233
arsjóði allan koslnað, að því er bezt verður séð, við að
veiða hrygningarlax neðan til í ám og flytja landleið-
ina (eða loftleiðis) til hrygningarstaða ofar í sömu
ám. Er vandséð livers vegna þetta verkefni, sem í
greinargerð frv. er kallað tilraun og er sem slíkt góðra
gjalda verð, á að njóta slíkra forréttinda umfram aðr-
ar tilraunir, að sérákvæði séu sett um það í lögum.
3. Búnaðarþing hlýtur að lialda fast við þá stefnu varð-
andi skaðabælur fyrir veiðimissi, sem mörkuð er í
greinargerð nieð tillögum Búnaðarþings 1969, en þar
segir: í 13. tölulið: „Ilér er. .. fylgt þeirri meginreglu,
að hið opinbera beri ábyrgð á því tjóni, sem einstak-
lingar verða fyrir af fortakslausum lagaákvæðum. Þeg-
ar svo stendur á, hefur veiðiréttareigendum í fiski-
hverfinu ekki gefizt kostur á að meta, hvort þeir teldu
þá friðun, sem um væri að ræða þess virði, sem liún
kostaði þá, ef bótaskylda væri öll á þá lögð, og í
mörgnm tilfellum yrði mjög langt þar til liún færi að
hafa veruleg álirif á veiðitekjur margra þeirra til
hækkunar; yrði fremur að telja, að bér væri verið að
búa í liaginn fyrir allfjarlæga framtíð. Því virðist órélt-
mætt að varpa bótaskyldu fyrir það tjón, sem bér um
ræðir, yfir á veiðiréttareigendur.
Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt, að veiðifélag beri
sjálft alla ábyrgð á þeim ráðstöfunum, sem það ákveð-
ur sjálft, en slíkt mun raunar alla jafna verða leiðrétt
með arðskrá.“
Þau atriði, seni bér befur verið bent á, eru öll þess
eðlis, að þau snerta réttlætistilfinningu manna. Það verð-
ur að teljast varbugavert fyrir Alþingi að beita löggjafar-
valdinu þannig, að stéttir eða bópar manna telji níðzt á
sér. Því eru þessar bendingar settar fram í fullu trausti
á réttsýni alþingismanna, til |iess að skýra fyrir þeim við-
horf jieirra, sem öðrum fremur eiga að búa við þessi lög.