Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 178
172
B U NAflARRIT
Enfiinn skuldheimtumaður í dánarbúi eða þrotabúi
hefur rétt til að skerða kröfurnar á nokkurn hátt, og
eigi má halda lífeyrisfé eftir til greiðslu opinberra gjalda.
II. kafli
13. gr.
Frá gildistöku laga þessara og til ársloka 1985 skulu þeir
bændur, sem em 70 ára eða eldri við árslok 1969 og
verða það á tímabilinu til 31. des. 1985 og verið hafa
bændur í 10 ár, eftir að þeir urðu 55 ára og liætta bú-
skap eftir árslok 1967, eiga rétt á lífeyri eins og liér
segir:
Ef um kvæntan mann er að ræða, skal rétturinn mið-
ast við 20% af sameiginlegum dagvinnulaunum bóndans
og húsfrevjunnar, skv. verðlagsgrundvellinum. Ókvæntur
maður á rétt á 20% af dagvinnulaunum bóndans eins,
skv. framansögðu, bvort tveggja miðað við 15 starfsár,
eftir að 55 ára aldri er náð, en hlutfallslega minna, ef
starfstíminn er 10—15 ár. Lífeyrir hækkar um 2% fyrir
hvert ár, sem unnið er, eftir að 70 ára aldri er náð.
Þeir sem reka félagsbii eiga sama rétt og þeir, sem
reka bú sem einstaklingar. Kona, sem verður ekkja
manns, sem hefur lífeyrisrétt skv. þessari grein, á rétt
til makalífeyris, sem er 10% af sameiginlegum dagvinnu-
launum bóndans og húsfreyjunnar, skv. verðlagsgrund-
velli miðað við 5 ára réttindi, sem liækkar við hvert
viðbótarár upp í 20% fyrir 15 ár, en 25% fyrir 20 ár.
Undanteknir eru þeir einstaklingar, sem liafa:
a) lífeyrissjóðsrétt í öðrum lífeyrissjóði.
b) þeir, sem taldir bafa verið bændur á lögbýli, en
hafa haft minni tekjur af búvöruframleiðslu en sem
svarar 50 ærgilda búi, skv. verðlagsgrundvelli síðustu 5
ára, áður en þeir eiga rétt til lífeyris. Tekjur af öðru en
mjólkur- og kjötframleiðslu, svo sem garðávaxtafram-
leiðslu, liafa jafngildi miðað við krónutölu.