Búnaðarrit - 01.01.1970, Síða 87
SKYRSLUR STARFSMANNA
81
Tilraunir. Rannsóknastofnun landbúnaðarins keypti
haustið 1969 af S. N. E. 19 kvígur úr afkvæmarannsókn,
komnar nálægt burði að 2. kálfi, og voru þær fluttar
að Galtalæk við Akureyri, sem stofnunin á. Verða þessar
kýr uppistaða í tilraun með notkun grasköggla sem liluta
af fóðri fyrir mjólkurkýr, sem gera á í vetur. Hefur
Bragi Líndal Ólafsson, sem lauk „honours“ prófi í bú-
vísindum frá Edinborgarháskóla á s. 1. vori, verið lausráð-
inn sérfræðingur í nautgriparækt við stofnunina.
Holdanautgriparœkt. Hinn 18. apríl 1969 ákváðum við
Guðmundur Jóliannsson, ráðsinaður á Hvanneyri, í sam-
ráði við skólastjóra að gera lauslega atliugun á framför-
um og kjötgæðum nautkálfa í lioldanautafjósinu áHvann-
eyri, sem fæddir voru voriö og sumarið áður, með því
að gefa þeim kjarnfóður ásamt heyi og ala inni til slátr-
unar. Var kálfunum slátrað misgömlum, flestum í sept-
ember. Jónmundur Ólafsson, kjötmatsformaður, skoðaði
flesta skrokkana ásamt öðrum kjölmatsmönnum, og leit-
að var álits hótelstjóra og bryta á Hótel Sögu á því,
hvemig kjötið af þessum gripum líkaði. Vonandi gefst
tækifæri að skýra annars staðar frá þessari athugun. Það
var athyglisvert, að fitusöfnun var liverfandi þrátt fyrir
kolvetnafóðrun. Skrokkarnir voru því betri, því lengur
sem gripirnir voru aldir, og flokkuðust þá í úrval.
Aðeins fáar kýr liéldu við því nauti, sem gekk með
þeim sumarið 1968, og fæddust aðeins 5 kálfar sumarið
1969, þ. e. 3 nautkálfar og 2 kvígur. Að þeim meðtöld-
um voru á Hvanneyri í árslok 36 holdagripir, þar af 29
fullorðnar kýr og tveggja ára kvígur, liinar elztu fæddar
í Gunnarsholti og hinar yngri á Bessastöðum. Tvö naut,
fædd vorið 1968, voru þá til. Höfðu kýrnar fengið við
öðra þeirra sumarið 1969, en liitt var frá Gunnarsliolti.
Valdi ég það í apríl 1969, þá nær ársgamalt, og var það
í einangrun á Hvanneyri, eftir að það var flutt þangað.
Ymis mál. Unnið var áfram að undirbúningi á breyttri
tilhögun á skýrsluhaldi og uppgjöri í skýrsluvélum, og