Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 374
368
BÚNAÐARRIT
Jökulsson 75 á Skorrastað, ættaður frá Gilsá í Breiðdal,
og lilaut liann I. heiðursverðlaun, var í 21. sæti með 82.5
stig, en Gosi í Skálateigi, 2 v., ættaður frá Skóglilíð í
Hróarstungu og Valur á Kirkjubóli, ættaður frá Mæli-
völlum á Jökuldal, hlutu I. verðlaun A, til vara var val-
inn Goði á Kirkjubóli. Selur á Skorrastað, veturgamall,
ættaður frá Seldal, er alhvítur og lögulegur lirútur, Hníf-
ill á Hofi, ættaður frá Skorrastað, er kjötmikil kind, en
hníflóttur.
HelgustaSahreppur. Þar voru sýndir 12 lirútar, 7 full-
orðnir, er vógu 98.0 kg, og 5 veturgamlir, sem vógu 76.8
kg, báðir aldursflokkar voru til muna þyngri en jafn-
aldrar þeirra 1965 og röðun hrúlanna nú betri, en færri
lirútar voru sýndir að þessu sinni. Fyrstu verðlaun lilutu
6 eða 50.0% sýndra hrúta. Á héraðssýningu vom valdir
Bjartur í Stóru-Breiðuvík og Ljómi, 1 v., í Litlu-Breiðu-
vík og hlutu báðir I. verðlaun B, til vara Lokkur í Litlu-
Breiðuvík. Bjartur og sonur lians Smári, veturgamall,
eru vel livítir.
ReySarfjarSarlireppur. Þar voru aðeins sýndir 5 lirút-
ar, allir fullorðnir, sem vógu að meðaltali 93.6 kg, tveir
þeirra hlutu I. verðlaun. Á liéraðssýningu var valinn
Bjartur á Staöarhrauni, ættaður frá Geitagerði í Fljóts-
dal, vel gerður Ixrúlur, en mætti ekki til leiks á liéraðs-
sýningu.
FáskrúSsfjai-ðarhreppur. Þar voru aðeins sýndir 36
hrútar, 33 fullorðnir, er vógu 89.8 kg, og 3 veturgamlir,
sem vógu 74.3 kg. Þeir fullorðnu voru léttari en jafn-
aldrar þeirra 1965 og léttari en jafngamlir lirútar í öðr-
um hreppum sýslunnar á þessu lxausti, þeir veturgömlu
voru hins vegar mun þyngri en jafnaldrar þeirra 1965,
en aðeins þrír sýndir nú, en 17 fyrir fjórum árum. Hrút-
arnir voru margir framþunnir og spjaldgrannir. Fyrstu
verðlaun hlutu 17 eða 47.2% sýndra hriita, og er það
mun belri röðun en var 1965, en ríflega helmingi færri