Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 368
362
BÚNAÐARRIT
Greinilegt var, a3 kynföstustu og sterkustu lirútarnir
voru upprunnir frá Hákonarstöðum og Brú, en að ósekju
niætti stytta legg og bæta ullarlit.
HlíSarlireppur. Þar voru sýndir 48 lirútar, 35 full-
orðnir, er vógu 97.7 kg, og 13 veturgamlir, sem vógu 81.6
kg, báðir aldursflokkar voru þyngri en jafnaldrar þeirra
1965, þeir veturgömlu 10 kg þyngri. Hrútarnir voru
yfirleitt bjartleitir og margir lágfættir, lioldfylltir aftur,
en margir lausir um bóga með nokkuð grófan kamb.
Einn brútur liafði fellt framtennur, annar með stuttan
efri skolt. Fyrstu verðlaun hlutu 17 eða 35.4% sýndra
lirúta, og er það lakari röðun en var 1965, en fleiri lirút-
ar voru sýndir að þessu sinni. Á héraðssýningu voru vald-
ir Spakur Kubbsson á Fossvöllum og Forkur Smárason
á Surtsstöðum, er hlutu I. lieiðursverðlaun og urðu þar
5. og 19. í röð, með 89.0 og 84.5 stig. Bjartur Ragnars á
Hrafnabjörgum, ættaður frá Eiríksstöðum, og Köggull
Hringsson í Hlíðargerði, 1 v., hlutu I. verðlaun A. Til
vara voru valdir Búri í Hlíðargerði og Hnappur Prúðs-
son Jóns á Hrafnabjörgum. Hreppsbúar þurfa að bæta
frambyggingu lirúta sinna og bakbreidd.
Hróarstungulireppur. Þar voru sýndir 33 hrútar, 22
fullorðnir, er vógu 94.3 kg, og 11 veturgamlir, er vógu
76.4 kg, þeir fullorðnu voru aðeins þyngri en jafnaldrar
þeirra 1965, en þeir veturgömlu léttari, þó voru nú sýndir
helmingi færri lirútar. Fyrstu verðlaun hlutu 10 eða
30.3% sýndra lirúta, sem er sama röðun og var fyrir
fjórum og átta árum. Á héraðssýningu voru valdir Sóti
Sótason á Lindarhóli, Jökull í Heiðarseli, ættaður frá
Eiríksstöðum og Haukur í Blöndugerði, 2 v., ættaður frá
Hauksstöðum á Jökuldal, og hlutu allir I. verðlaun B.
Bændur í Hróarstungulireppi verða að vanda vel lirúta-
val, uppehli Iirúta sinna og meðferð alla á komandi ári.
Fellahreppur. Þar voru aðeins sýndir 18 hrútar, 14
fullorðnir, sem vógu 90.1 kg, og voru eins og áður segir
léttari en jafnaldrar þeirra í öðrum lireppum sýslunnar,