Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 244
238
BÚNAÐARRIT
og þá lá liafís oft nærri landi, en sást sjaldan síðari
liluta marz. í apríl skiptust á lilákur og óvenju mikil
frost með verri afleiðingum á Suður- og Vesturlandi en
nokkurn grunaði. Hiti var 1,4°C undir meðallagi, en
úrkoma mikil, aðallega rigning í lilákuköflum. Yfirleitt
var snjólétt, og nýttist beit víða vel, nema þegar úrfelli
eða of mikil frost hindruðu beit sauðfjár. Iíafís lá nærri
landi eða við land allan mánuðinn allt frá Isafjarðar-
djúpi að Langanesi. Hindraði ísinn siglingar marga daga
í byrjun og lok mánaðarins, einkum við Hornstrandir og
á Húnaflóa. I þíðviðrisköflum í fvrstu viku apríl og um
síðustu vetrarbelgina þiðnaði yfirborð jarðvegs í túnum
og aðeins sást gróðurnál í nýræktum og beztu túnum
á Suður- og Suðvesturlandi, en vegna óhemju úrkomu í
þessum hlákum, varð það, sem þítt var af jarðvegi, vatns-
ósa. Eftir þessar hlákur fraus skyndilega, og fölnaði þá
gróðurnálin, enda munaði t. d. á Hvanneyri 24,9°C á
mesta og minnsta hita í þessum mánuði. Mestur varð
liitinn 11,6° C, en minnstur -i-13,3°C. Um fyrstu sumar-
lielgina urðu frostin mest.
Maí var kaldur, en þurrviðrasamur, mikið sólfar á
daginn, en frost um nætur. Meðalhiti var riimlega 1°C
undir meðallagi. Gróðurlaust var fram eftir mánuðinum
nema undir Eyjafjöllum og í Mýrdal, en þar greri þó
óvenju liægt. Lambfé var víðast á fullri gjöf í lok maí.
Með júní brá til meiri lirkomu, en þó var kalt í veðri.
Meðalhiti í júní var aðeins yfir meðallagi. Gróðri niiðaði
þó mjög bægt, enda jarðklaki mikill, sem þiðnaði liægt
frarn eftir mánuðinum, meðal annars vegna mikilla
rigninga, sem héldu jarðveginmn, sem þiðnaði, köldum.
Sauðfé var smám saman sleppt í fyrri hluta júní, en kúm
þurfti víða að gefa fram yfir Jónsmessu.
Hafísinn lá við land og inni á fjörðum á Húnaflóa og
víðar allan maí og fram eftir júní, en tók þá að lóna
frá landi. Síðustu jakana rak út Húnaflóa rétt fyrir
Jónsmessu.