Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 176
170
BÚNAÐAIiIÍIT
undanfarandi 6 mánuði, og á þá maki, sem liann lætur
eftir sig, rétt til lífeyris úr sjóðnum, enda hafi hinn
eftirlifandi maki verið orðinn 35 ára að aldri við fráfall
sjóðfélagans, hjónabandið hafi staðið a. m. k. 5 ár og
verið stofnað, áður en sjóðfélaginn náði 60 ára aldri.
Láti sjóðfélaginn eftir sig barn innan 18 ára aldurs, skal
þó makalífeyrir veittur án tillits til lijúskapartíma og
aldurs sjóðfélaga eða maka hans. Réttur til makalífeyris
fellur niður, ef makinn gengur í hjónaband á ný, en geng-
ur aftur í gildi, ef síðara hjónabandinu er slitið án réttar
til lífeyris. Makalífeyrir nemur 50% af fullum örorkulíf-
eyri, sem sjóðfélaginn naut eða liefði öðlazt rétt til, ef
liann hefði misst starfsorku sína á dánardegi, eða, hafi
sjóðfélagi átt rétt á ellilífeyri, 50% af slíkum lífeyri.
Þegar bóndi býr með konu í óvígðri sambúð, fer um
lífeyrisrétt konunnar eftir þeim reglum, er á hverjum
tíma gilda hjá almannatryggingum í hliðstæðum tilvik-
um.
Þegar bóndi skilur við konu sína, en konan situr eftir
á jörðinni og heldur áfram búrekstri, skal við skipti á
búi þeirra meta lífeyrisréttinn og skipta honum jafnt
á milli þeirra eftir þeim árafjölda, sem þau hafa greitt
til sjóðsins.
Nú gerist bóndi launþegi skv. 2. málsgr. 3. gr. eða
launþegi gerist bóndi skv. 1. málsgr. 3. gr., og fær liann
þá rétt til hærra lífeyris í hlutfalli við þann árafjölda,
er hann greiðir hærra iðgjald til sjóðsins. Þó getur við-
komandi sjóðfélagi fengið fullan rétt til hærra lífeyris
með því að greiða til sjóðsins það, sem á skortir full
réttindi. Nú fer sjóðfélagi í aðra atvinnugrein um eitt-
hvert árabil, og á liann þá rétt til lífeyris í hlutfalli við
þann árafjölda, er liann greiddi iðgjald til sjóðsins, enda
hafi sii greiðsla varað minnst 10 ár og viðkomandi aðila
er einnig heimilt að kaupa sér full réttindi, enda greiði
liann eða vinnuveitandi hans tilskilin iðgjöld til sjóðsins.
Heimilt er sjóðsstjórn að endurgreiða slíkum sjóðfélaga