Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 127
SKÝRSLU R STARFSMANNA 121
sóttar, enda verða þær suinar fljótt úreltar með lirað-
fara breytingum verktækni og starfsliátta.
Þess má geta hér, að búnaðarfræðslan liefur verið
Grænlendingum Iijálpleg með útvegun nokkurra kvik-
mynda, og er óskað eftir áframhaldi á því sviði svo sem
við verður komið.
3. Fóðm-birgðaeftirlitið
Árið 1969 var, fremur en undanfarin ár, þungt í skauti
búenda. Úikomusamt sumar, lélegur grasvöxtur um land-
ið sunnan- og vestanvert og kalt og vott liaust olli því,
að liey bröktust fram á vetur, og á fjölda býla varð hey
úti í nokkrum eða miklum mæli, því að samfelld vot-
viðri að haustinu enduðu með vetrarveðráttu og áfreða
strax um veturnætur. Tókst nokkrum bændum þó að
nýta að einhverju liey ])að, sem úti lá í bólstrum eða á
annan liátt samanfært, en það, sem flatt var, mun að
engu liafa orðið.
1 starfsskýrslu mína í fyrra skrifaði ég nokkuð um
hagræna þýðingu þess, að bændum sé veitt aðstoð í tæka
tíð um útvegun þess fóðurs, sem þarf að kaupa, og að
vitneskja sé strax á haustnóttum um hlutfall heimafeng-
ins fóðurs, miðað við þann bústofn, sem á vetur er sett-
ur. Skal ekki endurtekið liér það, sem þá var skráð,
aðeins undirstrikað, hversu nauðsyulegt okkur er að
hafa nákvæmt eftirlit með, hvað til er og livers með
þarf, til þess að efnahagslegt öryggi bænda sé tryggt
með nægu fóðri fyrir þann bústofn, sein á vetur er sett-
ur.
Eftirtekja sumarsins varð svo léleg, að þessu sinni,
að enn var skipuð harðærisnefnd. Að fyrirlagi liennar
var skýrslum yfir áætlaðan fóðurfeng safnað strax að
hausti. Samstarf nefndarinnar og Forðagæzlu Búnaðar-
félagsins hófst strax, og nauðsyn þess samstarfs lieldur
áfram vetrarlangt, það má auðsætt vera, því vandinn er
mikill. Þótt bændur væm livattir til að fækka nokkuð