Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 293
HRÚTASÝNINGAR
287
í Suður-Þingeyjarsýslu 102.7 kg, en léttastir í Suður-
Múlasýslu 95.0 kg. Veturgamlir lirútar voru einnig þyngst-
ir í Suður-Þingeyjarsýslu 81.4 kg og léttastir í Suður-
Múlasýslu 74.7 kg, sjá töflu 1 og 2. Fyrstu verðlaun
hlutu 53.4% sýndra lirúta, sem er heldur hagstæðari
röðun en var 1965, hlutfallslega flestir í Suður-Þing-
eyjarsýslu 60.5%, en fæstir nú í Norður-Múlasýslu 47.1%,
sjá töflu 3.
Fyrstu verðlauna hrútar og fé í einstökum sveitum
Tafla A—E sýnir I. verðlauna hrúta flokkaða eftir sýsl-
nm og hreppum. Þar eru gefnar upplýsingar um upp-
runa, ætterni, aldur, þunga, lielztu mál og eigendur
hrútanna, ásamt meðaltalstölum úr hverjum lireppi.
Stjarna við nafn hrúts táknar, að liann sé kollóttur
eða hnífilhyrndur.
Suður-Þingeyjarsýsla
Þar voru sýndir 453 hrútar, 333 fullorðnir, sem vógu
102.7 kg, og 120 veturgamlir, er vógu 81.4 kg, eða sem
næst jafnþungir og veturgamlir hrútar 1965, en þeir
fullorðnu voru nú 3.6 kg þyngri. Fyrstu verðlaun hlutu
274 eða 60.5% sýndra lirúta, 236 fullorðnir, sem vógu
105.7 kg, og 38 veturgamlir, er vógu 89.3 kg til jafnaðar.
Hrútar vfirleitt hjartleitari en var fyrir fjórum árum.
Fullorðnir lirútar voru þvngstir í Mývatnssveit 110.4 kg,
og þeir veturgömlu einnig 88.2 kg, en léttastir voru
veturgamlir í Ljósavatnshreppi 70.3 kg, og fullorðnir
sömuleiðis 93.4 kg, sjá töflu 1.
Hálshreppur. Þar voru sýndir 80 hrútar, 59 fullorðnir,
sem vógu 97.2 kg, og 21 veturgamall, og vógu þeir 80.0
kg. Báðir aldursflokkar voru lieldur þyngri en jafnaldr-
ar þeirra 1965, þó voru um lielmingi fleiri hrútar sýndir
að þessu sinni. Fyrstu verðlaun hlutu 42 eða 52.5%
sýndra hrúta. Af eldri hrútum voru taldir bcztir Fengur
á Hróarsstöðum, Blær á Hálsi og Litlikollur í Fjósatungu,