Búnaðarrit - 01.01.1970, Side 99
SKÝRSLL’R STARFSMANNA
93
minna á, að heil byggðarlög búa við þannig veðurfar,
að þar er naumast liægt að þurrka hey. 1 þessum byggð-
arlögum er allur lieyfengur, eða ])ví sem næst, verkaður
í vothey. Á þessum svæðum er nær eingöngu búið við
sauðfé, og það víða fóðrað eingöngu á votbeyi. Væri
sennilega ekki úr vegi að læra eittlivað af þessu bú-
skaparlagi. Flestir, sem fóðrað liafa á votlieyi, telja, að
það sé betra fóður en þurrliey, þ. e. meira eldi megi
koma í ær fóðraðar á votheyi en þurrbeyi. Það er því
sennilega ekki úr vegi, að bændur atliugi þann mögu-
leika að verka meira í vothey og fóðra sauðfé á votheyi.
Fjúrrœktarfélögin 1967—’68. Greidd voru framlög til
87 félaga á þessu ári. Af 91 félagi, sem starfandi var árið
1966—’67, sendu sex ekki skýrslur fyrir árið 1967—’68.
Þau voru Sf. Mosfellsbrepps, Sf. Kjósarlirepps, Sf. Leir-
ár- og Melasveitar, Sf. Kári, Akrahreppi, Sf. Neisti,
Oxnadal og Sf. Vestur-Eyfellinga. Tvö ný félög sendu
skýrslur fyrir árið 1967—‘68, en það voru: Sf. Hlíðar-
hrepps, N.-Múl. og Sf. Egilsstaða- og Eiðahrepps, S.-Múl.
Tvö ný félög voru stofnuð á árinu, Sf. önfirðinga í Mos-
vallabreppi, Vestur-Isafjarðarsýslu og Sf. Hringur, Ása-
breppi, Rangárvallasýslu.
Sauðfjárræktarfélögunum hefur fækkað um fjögur frá
því árið áður, félagsmönnum hefur fjölgað úr 768 í 788,
og ám á skýrslum fjölgað úr 38.690 í 41.380. Meðalfjöldi
skýrslufærðra áa á félagsmann er því orðinn yfir 50 ær
og á vonandi eftir að liækka.
Afkvœmarannsóknir voru framkvæmdar og nutu fram-
lags á 11 stöðum 1967-—’68, sjá töflu.
Afkvæmarannsóknir 1967—’68
Mávablíð, Borg. .
Hjarðarfell, Snæf.
24
4
386
94