Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 182
176
BÚNAÐARISIT
þessum mönnum falið að vinna verkið: Lárusi Ág. Gísla-
syni, Páli Diðrikssyni og Gunnari Guðbjartssyni.
1 frumvarpi þessu er farið að verulegu leyti í þá slóð,
sem mörkuð var í samningum A. S. í., atvinnurekenda
og ríkisstjórnarinnar, á sl. vori um lífeyrisgreiðslur til
launþega A. S. 1.
Gert er ráð fyrir að stofna lífeyrissjóð fyrir bændur
og launþega í landbúnaði, er befji lífeyrisgreiðslur 1.
jan. 1986. Skylduaðild verði að sjóðnum fyrir þá bændur
á lögbýlum, er hafa búvöruframleiðslu, er svari til brúttó-
arðs af 80 ærgildum, skv. haustverðlagsgrundvelli Iiverju
sinni með fáeinum tilgreindum undantekningum. Einn-
ig, að fastráðiö starfsfólk í landbúnaði (ársfólk) skuli
eiga aðild að sjóðnum. Allir einstaklingar greiða persónu-
gjald til sjóðsins, sem yrði á 1. ári fyrir bændur 0,5%
af dagvinnulaunum skv. verðlagsgrundvelli, bjá kvænt-
um bændum yrðu laun liúsfreyju meðtalin, og tilsvar-
andi upphæð, sem tekin yrði af öllu afurðaverði. Þessi
uppbæð hækki um sama hundraðsliluta í þrjú ár, þar
til fullu iðgjaldi, 2% -f- 2% eða 4%, alls af dagvinnu-
kaupi er náð. Á sama hátt greiða launþegar 1% af kaupi
sínu fyrsta árið, en nær hámarki, eða 4% á fjórða ári.
Gert er ráð fyrir, að útsöluverð búvöru verði hækkað
sem svarar mótframlagi 1,5% á tilsvarandi kaupupphæð-
ir á fyrsta ári og það framlag hækki um sama liundraðs-
hluta á ári, þar til það er orðið 6% á kaupið. Aðilar að
sjóðnum þurfa að vera 20 ára að aldri, og þurfa að
greiða iðgjald í 35 ár til að fá full réttindi. Til álita
kemur, að gjaldskylda falli niður við 65 ára aldur.
Sláturhús, mjólkursamlög, Grænmetisverzlun landbún-
aðarins, Sölufélag garðyrkjumanna og aörar slíkar stofn-
anir annist innheimtu allra iðgjalda. Stjórnir búnaðar-
félaganna í landinu geri í byrjun livers árs skrá til sjóðs-
stjórnar um sjóðfélaga á bverju búnaðarfélagssvæði og
láti sjóðsstjórn vita, livaða söluaðili á að greiða iðgjald
bvers og eins.