Búnaðarrit - 01.01.1970, Page 286
280
BÚNAÐARRIT
Annar í röð heiðursverðlauna lirúta var dæmdur Kláus
Helfra Guðjónssonar, Hrútsliolti, Eyjarlireppi. Kláus er
2ja v. hymdur, keyptur frá Mýrdal í Kolbeinsstaða-
lireppi, f. Sindri frá Höfða, er hlaut I. heiðursverðlaun á
héraðssýningu 1966, m. nr. 5 í Mýrdal. Kláus er sterk og
virkjamikil kind, með sterkt bak og holdmikið.
Þriðji í röð lieiðursverðlauna hrúta varð Þröstur 3ja v.
Ársæls Jóhannessonar, Lágafelh, Miklalioltshreppi. Þröst-
ur er keyptur frá Hjarðarfelli í sömu sveit, f. Kútur, ff.
Óskar 9, er hlaut tvívegis I. verðlaun fyrir afkvæmi. Faðir
Óskars var Valur 34 í Steinsliolti í Árnessýslu. Móðir
Þrastar var Fönn 331 á Hjarðarfelli.
Fjórði í röð heiðursverðlauna hrúta var dærndur
Spakur Guðmundar Sigurðssonar, Höfða, Eyjarlireppi.
Spakur er 6 v. kollóttur, heimaalinn, faðir Kúði frá
Innra-Leiti. Kúði var sonur Dvergs á Leiti, en Dvergur
hlaut lieiðursverðlaunaskjöld Búnaðarsambandsins tví-
vegis, 1958 og 1960. Hann hlaut einnig I. verðlaun fyrir
afkvæmi. Móðir Spaks er Frekjukolla. Spakur er glæsi-
legur einstaklingur og óvenju þungur, sennilega þyngsti
kollótti lirútur, sem vigtaður hefur verið á landinu, eða
132 kg. Hann var á héraðssýningu 1966, þá 4 v. og vó þá
120 kg.
Hann er óvenju sterk kind og virðist þola lengdina og
þungann vel, sem sést bezt á því, að ekkert lát er í
fótum.
Iléraðssýningin var ágætlega sótt, nema af Skógar-
strönd, en veður liamlaði þátttöku Skógstrendinga.
Athygli vekur, live góða kollótta hrúta Snæfellingar
eiga. Ber þar að sjálfsögðu hæst þá Goða og Spak á
Höfða.
Er gott til þess að vita, að hægt skuli vera að fá úrvals-
kindur kollóttar, engu síður en hymdar.
1 desember 1969.