Búnaðarrit - 01.01.1970, Blaðsíða 24
18
BUNAÐARRIT
botni hans og er líka ágæt silnngsveiðiá. Stíflan, sem
ráðgerð er, vegna væntanlegrar virkjunar, skal hyggð
nálægt því, sem Laxá fellur ofan í gljúfrin. Stjóm Laxár-
virkjunar telur í sinni greinargerð, að stíflan muni ekki
verða nema 45 m há. Eftir öðrum heimildum er hún
talin eiga að vera 57 m að liæð, og gefa 55 þús. kw., en
það er sama afl og virkjunarstjórnin telur, að 45 m stíflan
muni gefa. Þarna munar þó 12 m á liæð stíflunnar, og
er þetta allt furðulegt. Það sanna mun vera, að upp á
vatnsJiorð mun stíflan eiga að vera eitthvað yfir 50 m,
sennilega 54 m, en yfir vatnsborðið er stíflan 3 m, og
er þá stíflan 57 m, sem mun vera hið rétta.
Aðaldælir og fleiri óttast þessa stíflu yfir liöfði sér og
hið geysistóra og djiipa stöðuvaln, sem hún geymir í
fangi sínu og nær langt fram eflir Laxárdal. Þeir henda
á, að í Pódalnum á Italíu hafi steinsteypt stífla hrostið,
og í því flóði liafi farizt yfir 2000 manns, ásamt gífur-
legu eignatjóni. Fyrirliugað mtin vera, að þarna verði
gerð jarðstífla, og muni hún standast jarðskjálfta miklum
mun betur, en ef steinsteypt væri. Saint er það staðreynd
að í jarðskjálftum, þegar miklir eru, gengur jörðin í
bylgjum eins og bárur á sjó, byltist til og rifnar á
mörg hundruð metra færi. Hefur einn, sem ritar undir
þessa álitsgerð, haft slík vegsummerki frá Skaftáreldum
fyrir augum alla sína ævi, þangað til yfir þau var jafnað
fyrir fáum árum með liinum stórvirku nútíma vélum.
í Laxárdal eru 12 lögbýlisjarðir. Af þeim eru 8 í byggð.
Þær jarðir eru: Birningsstaðir, Halldórsstaðir, Þverá,
Auðnir, Árhvammur, Kasthvammur og Árliólar. Allt
eru þetta einbýlisjarðir nema Halldórsstaðir, sem er tví-
hýlisjörð. Laxárdalsbændur eru því 8, eins og nú standa
sakir.
Framgenginn bústofn þessara bænda vorið 1968 var:
Kýr 21, geldneyti 2, sauðfé 1071 og 4 liestar. Eyðijarðir
í dalnum eru: Brettingsstaðir, Ljótsstaðir, Hamar og Hól-
ar. Allt eru þetta góðar jarðir, sérstaklega Ljótsstaðir.