Búnaðarrit - 01.06.1972, Side 17
AFKVÆMASÝNINCAR Á SAUÐFÉ 359
fótstöðu, jafnvaxin, samstœð og ræktarleg. Fullorðnu
synirnir eru ágætir I. verðlauna lirútar og hrútlömbin
álitleg lirútsefni, gimbrarlömbin ágæt ærefni, ærnar frjó-
samar og afurðasælar. Kútur stóð mjög nærri I. verð-
launum, vantaði aðeins herzlumuninn, m. a. fyllri reynslu
á dætur.
Kútur 20 hlaut öSru sinni II. verSlaun fyrir afkvœmi.
B. Jökull 26 var sýndur með afkvæmum 1969, sjá 83.
árg., bls. 406. Afkvæmin eru kollótt, nema þrjár gimbrar
byrndar, flest. hvít, tvö mórauð, eitt svart og fjögur svar-
flekkótt, amliöfðótt og sokkótt. Þau liafa djúpan brjóst-
kassa, en full Jiröng afturbringa á mörgum, sterkt og bold-
golt bak, en ekki nógu vel fylltar afturmalir á öllum.
Fullorðnu synirnir eru ágælir I. verðlauna lirútar, stóðu
efstir og næstefstir í ablursflokkum á lireppasýningu,
annað lirútlambið gott lirútsefni, gimbrarnar flestar álit-
leg ærefni, ærnar yfir meðallagi frjósamar og afurðasæl-
ar, fjárbragð liörkulegt.
Jökull 26 hlaut öSru sinni II. verSlaun fyrir afkvœmi.
C. PrúSur 28 Sigurðar Jónssonar, Kastalabrekku, er
heimaalinn, f. Fengur 24, er hlaut II. verðlaun fyrir af-
kvæmi 1967, sjá 81. árg., bls. 443, m. Tangakolla. Prúður
er livítur, kollóttur, með vel hvíta og glansandi ull og
góða fótstöðu. Hann er langur, jafnvaxinn, með sterkan
lirygg og frekar lioldgóður, en vantar nokkuð á mala-
bobl aftur, sem og mörg afkvæmin. Afkvæmin eru livít,
kollótt, flest með livíta og glansandi ull, rétta fætur og
góða fótstöðu. Veturgömlu synirnir eru efnilegir I. verð-
launa hrútar, og hrútlömbin nothæf lirútsefni, gimbrar-
lömbin yfirleitt líkleg ærefni, ærnar liarðskeyttar og
traustbyggðar, en nokkuð misjafnar að gerð og vænleika.
Allt var sýnt, sem til var, undan lirútnum.
PrúSur 28 hlaut III. verSlaun fyrir afkvœmi.