Búnaðarrit - 01.06.1972, Page 19
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
361
andi er hvítur, liymdur, Ijós á haus og fótum, með' hreiða
snoppu og þróttlegt höfuð. Hann hefur djúpa bringu,
breitt og ágætlega lxoldfyllt bak, langar, jafnar og hold-
fylltar malir, sterka fætur og góða fótstöðu. Afkvæmin eru
öll hyrnd, ljós eða ljósgul á liaus og fótum, og fríð yfir-
litum. Þau eru bollöng, með djúpa bringu og rýmismikil,
liafa breitt og ágætlega holdfyllt bak, ágætar malir og góð
lærahold. Svanur og annar veturgamli sonurinn em ágæt-
ir I. verðlauna hrútar, stóðu 3. og 4. í röð í aldursflokkum
á sýningu heima í lireppnum, ærnar frábærlega hold-
fylltar og rýmismiklar og gimbrarlömhin góð ærefni, ann-
að hrútlambið ágætt lirútsefni. Drífandi hefur gefið væn
sláturlömb og góða flokkun, og dætur lians hafa reynzt
frjósamar og mjólkurlagnar ær.
Drífandi 173 hlaut I. verSlaun fyrir afkvæmi.
B. Reynir 156 Páls Magnússonar, Hvassafelli, er ættaður
frá Seglbúðum, f. Stuhbur 20, er lilaut I. verðlaun fyrir
afkvæmi 1963, sjá 77. árg., hls. 410, m. Strola 267. Reynir
er livítur, kollóttur, ljós á liaus og fótum, með stuttan,
breiðan og þróttlegan haus, ágætlega gerður einstaklingur,
stóð 4. í röð I. lieiðursverðl. hrúta á héraðssýningu í Rang-
árvallasýslu liaustið 1969. Afkvæmin eru livít, kollótt,
ljósgul á haus og fótum, með ágæta fótstöðu. Fullorðnu
synirnir eru mjög góðir I. verðl. lirútar, Fífill, 3 v., með
ágætlega þykkar herðar, hreitt og vel lioldfyllt bak og
ágætar malir. Dæturnar em snotrar og vel gerðar ær,
gimbrarlömbin álitleg ærefni og lirútlömbin ágæt hrúts-
efni. Reynir liggur yfir húsmeðaltali að vænleika slátur-
lamba, og einnig að frjósemi og afurðahæfni dætra.
Reynir 156 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.