Búnaðarrit - 01.06.1972, Blaðsíða 22
364 BÚNAÐARRIT
lambið er ágætt hrútsefni, og gimbrarlömbin mjög álit-
leg ærefni.
Sómi 41 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.
C. Stubbur 35 er fæddur að Norðurhjáleigu í Álftaveri,
f. Stubbur 20 frá Seglbúðum, sem áður er getið, m. frá
Norðurbjáleigu. Stubbur er hvítur, kollóttur, ljósgulur
á haus og fótum, jafnvaxin holdakind, með ágætlega hold-
fyllt bak, malir og læri. Afkvæmin em hvít, ljós eða
ljósgul á haus og fótum, en ull ekki alveg laus við rauð-
gular illhærur. Þau eru bollöng, með djúpa bringu, breitt
bak, en tæplega nógu Iioldgróið, nema á Púða, sem er
prýðilega holdgróinn og þéttvaxinn lirútur. Veturgömlu
synirnir eru laglegar I. verðlauna kindur, ærnar virkja-
miklar og þróttlegar, frjósamar og virðast góðar mjólkur-
ær. Gimbrarlömbin eru álitleg ærefni, annað brxitlambið
gott hrútsefni.
Stubbur 35 hlaut I. ver&laun fyrir afkvœmi.
Tafla Í4. Afkvæmi Snótar 94 Guðgeirs í Austurhlíð
1 2 3 4
MóSit r: Snót* 94, 8 v 56.0 91.0 19.0 131
Synir : 2 lirútar, 2-5 v., I. v 96.0 109.5 24.8 134
1 hrútl., tvíl 46.0 83.0 20.5 119
Dætu r: 2 ær, 1 v., mylkar 55.5 92.5 20.5 129
1 gimbrarl., tvíl 41.0 82.0 19.5 119
Snót 94, eigandi Guðgeir Sumarliðason í Austurhlíð, er
heimaalin, f. Tóti, m. Rauðhetta 46. Snót er hvít , kollótt,
ljós á haus og fótum, með brúsk í enni. Hún átti lamb
gemlingsárið, og síðan liefur bún alltaf verið tvílembd,
og þá skilað að jafnaði 30,0 kg af kjöti á ári. Afkvæmin
em livít, kollótt, með mikla ull, djúpa og framstæða
bringu, bollöng og rýmismikil, breitt, sterkt bak og vel
gerðar malir. Fullorðnu synirnir eru góðar I. verðlauna
kindur, veturgömlu ærnar báðar mylkar og lofa góðu,
hrútlambið lirútsefni og gimbrin gjörvilegt ærefni.
Snót 94 hlaut I. ver&laun fyrir afkvœmi.