Búnaðarrit - 01.06.1972, Side 30
372
BÚNAÐARRIT
Tafla 21. Afkvæmi áa Árna Jónssonar, Öndólfsstöðum
1 2 3 4
A. MóÖir: Teista 36, 10 v 68.0 93.0 19.0 128
Sonur: Fálki, 3 v., I. v 123.0 114.0 26.0 129
Dætur: 5 ær, 2-5 v., tvíl 66.2 97.0 20.4 128
B. Móöir: Snegla 44, 6 v 62.0 91.0 19.0 121
Sonur: Ljómi, 1 v., I. v 110.0 113.0 24.0 132
Dætur: 3 ær, 2-5 v., tvíl 62.0 92.3 20.3 123
Kría, 1 v., f. tvíl., gekk einl. 60.0 95.0 22.0 124
A. Teista 36 er lieimaalin, f. Söri, m. Snegla. Teista og
afkvæmi eru livít, hyrnd, gu] á haus og fótuin og sum á
belg, þau hafa frísklegan svip, góðar útlögur, vel gerSar
malir, en fremur skörp bakhold, og lærvöðvar misjafnir,
en fótstaða er góð, og kynfesta að öðru leyti mikil. Fálki
er ágætur I. verðlauna lirútur. Teista var geld gemlings-
árið, en liefur verið tvílembd síðan. Meðalþungi tvílemb-
inga á fæti síðustu 8 árin er 39,8 kg, og er nokkuð yfir
búsmeðaltali.
Teista 36 lilaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
B. Snegla 44 er heimaalin, f. Spakur 73 frá Laxárdal í
Þistilfirði, er þrívegis lilaut I. verðlaun fyrir afkvæmi,
sjá 77. árg., bls. 420, síðan sæðisgjafi að Lundi, m. Rita.
Snegla og afkvæmi eru livít, hyrnd, gul eða ígul á liaus
og fótum, svipfögur, með sæmilegar útlögur, góð læra-
liold, og ágæta fótstöðu, en frekar holdgrönn á haki og
mölum. Ljómi var talinn heztur af veturgömlum lirútum
í Reykjadal haustið 1971, og kynfesta er mikil. Snegla
gekk með lambi gemlingsárið og hefur verið tvílembd
síðan, meðalþungi 10 tvílembinga liggur nokkuð yfir
búsmeðaltali, eða 39,8 kg á fæti.
Snegla 44 hlaut I. verSlaun fyrir afkvæmi.