Búnaðarrit - 01.06.1972, Qupperneq 46
388
BÚNAÐARRIT
lambið eru fagrir einstaklingar. Stássa er ágætlega frjó-
söm og mikil afurðaær, hefur tvisvar verið þrílembd,
eignazt 16 lömb á átta árum, og skilað að meðaltali um
27 kg af kjöti á ári. Dæturnar reynast vera meðalafurðaær.
Stássa 107 lilaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Suður-Múlasýsla
Þar voru sýndir þrír afkvæmahópar, einn með lirúti og
tveir með ám, allir frá sama býli, Gilsá í Breiðdal, sjá
töflu 32 og 33.
Tafla 32. Afkvæmi Fants 120 Sigurðar Lárussonar, Gilsá
1 2 3 4
FaSir: Fanlur 120, 2 v 101.0 106.0 25.0 131
Synir: 2 hrútar, 1 v, I. v 82.5 104.5 24.5 132
4 hrútl. 2 tvíl 47.5 82.2 19.8 118
Dætur: 10 ær, 1 v., 6 mylkar, 3 gotur 56.3 92.8 20.3 127
7 gimhrarl., 2 tvíl 41.1 78.4 18.6 116
Fantur 120 er lieimaalinn, f. Gauti, m. Brana 22, mf.
Jökull 75, er hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi 1965, sjá
79. árg., bls. 442. Hann er hvítur, liyrndur, bjartur á liaus
og fótum, með vel hvíta, mikla og góða ull, jafnvaxinn,
og holdgóður á baki, mölum og í lærum. Afkvæmin eru
hvít, hymd, ljósgul eða björt á liaus og fótum, með góða
ull, smávaxin, en þung með ágæt lærabold. Annar vetur-
gamli sonurinn ágætur I. verðlauna lirútur, liinn smá-
gerður en þéttvaxinn, fæddur þrílembingur. Æmar em
þéttar og jafnvaxnar, og þær mylku skiluðu ágætum lömb-
um, mörg gimbrarlömbin góð ærefni, og eitt brútlambið
ágætt hrútsefni. Fantur bætir ull afkvæma miðað við
mæður, mörg þeirra hreinhvít, og reyndist gefa þyngstu
og bezt gerðu lömbin í afkvæmarannsókn hjá Sf. Breið-
dæla 1970. Sláturlömb undan honum lágu um 0,5 kg af
kjöti yfir búsmeðaltali.
Fantur 120 hlaut II. verhlaun fyrir afkvœmi.