Búnaðarrit - 01.06.1972, Síða 49
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
391
Brá 793, sem hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1967 og
1969, sjá 83. árg., bls. 398. Sóllilja er livít, hymd, dröfnótt
á liaus og fótum, aðeins gul í linakka, en með livíta ull,
liún hefur frábæra bringu, ágætar útlögur, og breitt og
holdfyllt bak. Afkvæmin eru hvít, hyrnd, ljósgul á haus
og fótum, með rétt setta fætur og góða fótstöðu. Ljómi
er álitlegur I. verðlauna hrútur, ærnar jafnvaxnar, með
ágæta bringubyggingu og góð bak- og lærahold, en
lirútlambið tæplega nógu kjötmikið á mölum og í lær-
um. Sóllilja skilaði gemlingsárið 20 kg einlembings falli
og liefur síðan verið tvílembd.
Sóllilja 1200 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
Nesjahreppur
Þar var sýnd ein ær með afkvæmum, Katla Hjalta
Egilssonar á Seljavöllum, sjá töflu 36.
Tafla 36. Afkvæmi Kötlu Hjalta á SeljavöIIum
1 2 3 4
MóSir: Katla, 8 v 70.0 93.0 20.0 129
Sonur: Rokkur, 4 v., I. v 100.0 107.0 25.5 135
Uætur: 1 ær, 2 v., tvíl 57.0 91.0 20.0 125
3 ær, 1 v., 1 mylk, tvíl. . .. 53.7 90.0 20.0 126
2 gimbrarl., tvíl 41.5 80.5 20.2 116
Katla er livít, hyrnd, gul á haus og fótum, hollöng, og
rýmismikil. Afkvæmin eru livít, hyrnd, ljósgul eða gul
á liaus og fótum, með sterka fætur og ágæta fótstöðu.
Rokkur er góður I. verðlauna hrútur, sterkur og bollang-
ur, ærnar jafnvaxnar og vel gerðar, frjósamar afurðaær,
auk þeirra, sem mál eru gefin af, á Katla 4 dætur 3—6
vetra, og voru Jirjár þeirra tvílembdar. Annað gimbrar-
lamhið er ágætt ærefni. Katla hefur Jn-isvar sinnum verið
þrílembd og fjórum sinnum tvílembd og alltaf skilað
vænum dilkum.
Katla hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.