Búnaðarrit - 01.06.1972, Qupperneq 64
406
BÚNAÐARRIT
Eftir hverja á, sem skilar lambi, er reiknaður þnngi
lamba á fæti 57,2 (58,6) kg og reiknaður kjötþungi 23,0
(23,5) kg að meðaltali. Eftir liverja á, sem lifandi var
í byrjun sauðburðar, fást 22,0 (22,6) kg af reiknuðum
kjötþunga. Afurðir fjárræktarfélaganna eru nokkru
minni en þær voru baustið áður, en þá voru þær meiri
en þær hafa nokkru sinni verið, að undanskildu haustinu
1965. Skýrslufærðum ám Jicfur bins vegar fjölgað um
þrjú þúsund frá árinu 1967-68. Hæstur reiknaður kjöt-
þungi eftir tvílembu er í Sf. Austra í Mývatnssveit 35,6 kg
af dilkakjöti. Næst keinur Sf. Neisti í Múlalireppi með
34,6 kg. í Sf. Vopnafjarðar, Sf. Þistli, Þistilfirði og Sf.
Öxfirðinga skila tvílembur 33,5, 33,4 og 33,2 kg af kjöti.
1 Sf. Hólmavíkur, Mývetninga og Sléttunga er framleiðsla
eftir tvílembu einnig yfir 32,5 kg af dilkakjöti. I þrem
félögum skilar tvílemban minna en 24,0 kg af dilka-
kjöti, lægst 22,6 kg. Það munar því 13,0 kg af dilkakjöti
á afurðum eftir tvílembu, þar sem mestar eru afurðimar
og minstar. Hæstur reiknaður fallþungi eftir einlembu
er í Sf. Austra í Mývatnssveit 21,2 kg. 1 Sf. Vopnafjaröar
reyndist liann 20,3 kg, og í allmörgum félögum öðrum
er hann yfir 19,0 kg. Dilkakjötsframleiðsla eftir á með
lambi er hæst í Sf. Austra 33,4 kg reiknaðs kjöts. Næst
er Sf. Mývetninga með 30,6 kg. 1 Sf. Hólmavíkur, Sf.
Frey, Saurbæjarlir., Sf. V.-Bárðdæla, Sf. Keldhverfinga,
Sf. öxfirðinga og Sf. Vopnafjarðar voru framleidd meira
en 28,0 kg kjöts eftir á með lambi. Mestar afurðir eftir
bverja á voru hjá Sf. Austra, Mývatnssveit 32,0 kg, lijá
Sf. Mývetninga 29,5 og þriðja í röðinni var Sf. Freyr,
Saurbæjarhr., Eyjafirði með 28,9 kg eftir liverja á.